Hjukrun.is-print-version

Góður fundur með hjúkrunarfræðingum á Akranesi

RSSfréttir
26. janúar 2023

Fróðlegar og uppbyggilegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum á Akranesi mánudaginn 23. janúar. Fundurinn er einn af mörgum í fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.

Fundirnir eru ekki bundnir við stofnanir heldur svæði. Um 30 hjúkrunarfræðingar mættu í fundarsal Höfða hjúkrunarheimilis á mánudaginn.

Næsti fundur verður haldinn á Hótel Selfossi mánudaginn 30. janúar kl. 16.

Dagskrá funda

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála