Hjukrun.is-print-version

Staða sviðsstjóra fagsviðs laust til umsóknar

RSSfréttir
1. febrúar 2023

Sviðsstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að öflugum og framsýnum hjúkrunarfræðingi sem brennur fyrir málefnum hjúkrunar, til að leiða starf fagsviðs félagsins.  Tilgangur fagsviðs er að efla fagmennsku og styðja við þekkingarþróun í hjúkrun, með fræðslu og símenntun, ráðstefnuhaldi, erlendu samstarfi, ráðgjöf og rannsóknum á sviði hjúkrunar- og heilbrigðismála. Sviðsstjóri fagsviðs vinnur í nánu samstarfi við formann og annað starfsfólk.  

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga. Félagið þjónustar fjölmennustu heilbrigðisstétt á Íslandi með um 5.000 félagsmenn. Á skrifstofu félagsins starfa 10 manna öflugur hópur að fjölbreyttum verkefnum í þágu félagsmanna. Við bjóðum upp á áhugaverðan vinnustað og tækifæri til stöðugrar framþróunar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í stefnumótun félagsins varðandi hjúkrunar- og heilbrigðismál
 • Gerð ályktana og umsagna
 • Skipulagning faglegra ráðstefna, viðburða og námskeiða á vegum félagsins
 • Vinna að eflingu símenntunar, sérþekkingar og nýsköpunar
 • Þátttaka í starfi nefnda á vegum félagsins sem fjalla um fagleg málefni
 • Þátttaka í erlendu samstarfi

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Hjúkrunarfræðimenntun áskilin, ásamt meistaraprófi
 • Víðtæk reynsla og þekking af málefnum hjúkrunar skilyrði
 • Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptafærni
 • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
 • Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2023. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.  Umsókn er skilað með tölvupósti á netfangið umsokn@hjukrun.is eða í gegnum Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða gudbjorg@hjukrun.is.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála