Hjukrun.is-print-version

Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs

RSSfréttir
1. febrúar 2023

Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum úr B-hluta sjóðsins. Umsóknir skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgiskjölum á netfangið visindasjodur@hjukrun.is fyrir miðnætti 15. mars 2023.

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðiskrif hjúkrunarfræðinga. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og launagreiðendur hafa greitt fyrir í Vísindasjóð á árinu 2022.


Umsóknareyðublað, leiðbeiningarmyndband og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Vísindasjóðs.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála