Hjukrun.is-print-version

Góður fundur með hjúkrunarfræðingum á Selfossi

RSSfréttir
16. febrúar 2023

Góðar og gagnlegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með hjúkrunarfræðingum á Selfossi miðvikudaginn 15. febrúar. Hátt í 30 hjúkrunarfræðingar mættu á fundinn á Hótel Selfossi til að ræða komandi kjarasamninga.

Fundurinn er hluti af fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga sem lýkur í næstu viku. Tilgangur fundarferðanna er ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um allt land um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.

Í síðustu viku voru haldnir tveir fundir fyrir hjúkrunarfræðinga á höfuðborgarsvæðinu á Grand Hótel Reykjavík, á annað hundrað hjúkrunarfræðinga mættu á fundina.

Þar sem samningaviðræður eru hafnar þá hefur næstu fundum verið flýtt til að hægt sé að heyra í sem flestum hjúkrunarfræðingum áður en lengra er haldið.

Næsti fundur verður á haldinn á Stykkishólmi mánudaginn 20. febrúar kl. 15:00 í fundarsal HVE.

Þriðjudaginn 21. febrúar verður haldinn fundur á Akureyri kl. 16:00 í fundarsal Hlíð.

Miðvikudaginn 22. febrúar verður svo síðasti fundurinn, það er með hjúkrunarfræðingum á Norðurlandi og fer hann fram í gegnum Teams.

Dagskrá funda

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála