Hjukrun.is-print-version

Styrkupphæð starfsmenntunarsjóðs hækkar

RSSfréttir
16. mars 2023

Þann 15. mars 2023 tóku gildi nýjar úthlutunarreglur starfsmenntunarsjóðs. Hér má lesa nýju reglurnar. Umsóknir í starfsmenntunarsjóð fara fram í gegnum Mínar síður.

Helstu breytingar eru að styrkupphæðin hefur verið hækkuð úr 240.000 kr. í 350.000 kr. á 24 mánaða tímabili. Þá hækkar hálfur styrkur, sem þeir sem greiða minna en 800 krónur á mánuði í sjóðinn, úr 120.000 kr. í 175.000 kr.

Ef einhverjar spurningar vakna um starfsmenntunarsjóð og nýjar úthlutunarreglur vill stjórn sjóðsins hvetja félagsmenn til að senda þær til formanns sjóðsins Evu Hjörtínu Ólafsdóttur, eva@hjukrun.is.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála