Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Formannskjör 2021

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum til formanns félagsins.

Samkvæmt lögum félagsins er formaður kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Einungis félagsmenn með fulla aðild* eru kjörgengir í embætti formanns. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu.

Frambjóðendur til embættis formanns skulu skila til kjörnefndar skriflegu framboði á þar til gerðu eyðublaði ásamt meðmælendaskrá með a.m.k. 32 félagsmönnum. 

Framboð ásamt undirskriftum meðmælenda skulu berast til kjörnefndar á rafrænu formi (skannað eða myndað)  fyrir miðnætti 1.febrúar 2021 á netfangið:

kjornefnd@hjukrun.is

 

Framboðsfrestur er til 1. febrúar 2021 

Frambjóðendum er bent á að kynna sér lög félagsins og þá sérstaklega 8. gr, 9. gr. og 10. gr. er varða stjórn, ábyrgð formanns og formannskjör.

* Fulla aðild hefur hjúkrunarfræðingur sem sótt hefur um aðild að félaginu, greiðir félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir hans hönd.

 


Kynning á frambjóðendum af hálfu félagsins

 

Frambjóðendum stendur til boða að kynna sig á vefsvæði Fíh auk þess sem haldinn verður opinn kynningarfundur fyrir frambjóðendur á vegum félagsins.

Kynning sem frambjóðendum býðst á vefsvæði Fíh: 

  • Kynning á skriflegu formi* ásamt mynd.Textinn skal að hámarki vera 2 A4 blaðsíður. Myndin þarf að vera á .jpg eða .png formi í langsniði (landscape, ekki skammsniði (portrait)). Myndin þarf að vera að lágmarki 1200x 800 punktar í góðri upplausn. Tenglar yfir á vefsvæði á vegum frambjóðenda eru leyfðir.
  • Kynning á formi 2ja mínútna myndbands (myndbandið er framleitt og greitt af frambjóðanda). 

Kynningarefni verður komið á framfæri á vef, á samfélagsmiðlum félagsins og í tölvupósti til félagsmanna.

*Mælt er með því að fram komi upplýsingar um menntun, störf og vinna fyrir félagið. Nafn og titill skal skráður eins og frambjóðandi vill hafa kynningu. Uppsetning kynningarefnis er í höndum kjörnefndar og frambjóðendur geta ekki haft áhrif á útlit eða hönnun þess. Engar aðrar breytingar verða gerðar á texta frambjóðenda enda hann algjörlega á þeirra ábyrgð.

 

Rafrænn kynningarfundur
Félagið heldur einn rafrænan kynningarfund fyrir félagsmenn þar sem frambjóðendum gefst kostur á að kynna sig. Á kynningarfundinum er einungis leyfð framsaga og glærur, ekki annað stuðningsefni. Hver frambjóðandi fær ákveðinn mínútufjölda í framsögu og síðan verður gefinn tími fyrir spurningar og svör til allra frambjóðenda. Fundurinn er tekinn upp í mynd og upptaka hans verður sett á vefsvæði félagsins eins skjótt og auðið er og höfð þar aðgengileg fyrir félagsmenn fram að lokum kosninga.

Fundinum stýrir óháður fundarstjóri.

 

Kjörnefnd

 


kjornefnd@hjukrun.is
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður
Ólöf ÁrnadóttirÞetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála