Hjukrun.is-print-version

Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

RSSfréttir
11. febrúar 2015


Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Anna Bryndís Blöndal, lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Þorvarður Jón Löve, læknadeild Háskóla Íslands
Ólöf Guðný Geirsdóttir, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands
Andri S. Björnsson, sálfræðideild Háskóla Íslands
Inga B. Árnadóttir, tannlæknadeild Háskóla Íslands
Helga Gottfreðsdóttir, námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands
Sigrún Vala Björnsdóttir, námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands
Urður Njarðvík, sálfræðideild Háskóla Íslands

 

Tilgangur: Víða erlendis hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim. Tilgangur þessarar könnunar meðal nemenda við Háskóla Íslands var að skoða þörf þeirra fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku.

Aðferð: Rafræn könnun var lögð fyrir 9744 nemendur við háskólann vorið 2011 sem voru á póstlista. Spurningalistinn var saminn af vinnuhópi sem í voru fulltrúar frá öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stuðst var við lýsandi tölfræði við gagnagreiningu.

Niðurstöður: Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi og 60 enskumælandi, og gefa svörin því mynd af viðhorfum 15,2% nemenda við skólann. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvenstúdenta og nema í grunnnámi. Tæplega 40%
íslensku nemanna og um 70% þeirra erlendu höfðu ekki heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að meirihluti þeirra þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda á árinu fyrir könnunina en rúmlega helmingur beið með að leita eftir heilbrigðisþjónustu og var meginástæða þess kostnaður. Um þriðjungur íslensku nemanna og fimmtungur þeirra erlendu sögðust eiga í fjárhagsvanda. Um 92%
þeirra íslensku og allir erlendu nemarnir sögðust mundu leita á móttöku þar sem þjónustan væri veitt af nemendum skólans undir leiðsögn kennara. Báðir hóparnir vildu hafa aðgang að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu.

Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir háskólanemendur, sem þátt tóku í könnuninni, hafi mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Kostnaður hefur hvað mest hindrað þá í að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er stór hópur án heimilislæknis, einkum sá erlendi, og hefur því ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum. 

Lykilorð: Heilbrigðismóttaka fyrir háskólanema, þarfagreining, háskólanemar.

1.tbl. 2015: Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála