Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga

19. desember2015

Steinunn Birna Svavarsdóttir, Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
Sólveig Ása Árnadóttir, námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands Stjórnvöld horfa í vaxandi mæli til heilsueflandi heimsókna til að ýta undir heilbrigða öldrun og viðhalda sjálfstæði aldraðra á eigin heimili. Lítið hefur þó borið á rannsóknum á þessari þjónustu. Markmið verkefnisins var að rannsaka einkenni og afdrif tveggja hópa aldraðra einstaklinga sem ýmist þáðu eða afþökkuðu heilsueflandi heimsókn.

Aðferðin var megindleg samanburðarferil-rannsókn á fyrirliggjandi gögnum í Sögukerfinu. Gögnin byggðust á upplýsingum um 148 áttræða einstaklinga sem fengu boð um eina heilsueflandi heimsókn frá heilsugæslustöðinni á Selfossi á árunum 2005-2010.

Alls þáðu 100 (68%) heilsueflandi heimsókn (51 karl og 49 konur) en 48 (32%) afþökkuðu (17 karlar og 31 kona). Marktæk tengsl voru á milli þess að hafa þegið
heilsueflandi heimsókn og að vera á lífi einu (p = 0,014) og tveimur (p = 0,006) árum eftir heimsóknina. Marktækur munur reyndist á svefnlyfjanotkun þeirra sem þáðu eða afþökkuðu heimsókn (p = 0,011). Þeir sem þáðu heimsókn notuðu frekar svefnlyf (44%) en þeir sem afþökkuðu (21%). Meðal þeirra sem þáðu heilsueflandi heimsókn kom í ljós að rúmlega helmingur hópsins stundaði enga reglulega hreyfingu og 71% var yfir kjörþyngd. Gagnagöt (missing data) í gagnagrunni takmörkuðu möguleika á úrvinnslu.

Til að hægt sé að meta árangur heilsueflandi heimsókna er brýnt að bæta skráningu og efla notkun staðlaðra matskvarða. Æskilegt er að samræma heilsueflandi heimsóknir á landsvísu þannig að safna megi gögnum og nýta til að meta langtímaárangur fyrir stærri hópa eldra fólks.

Lykilorð: Aldraðir, heilsueflandi heimsóknir, heilsuefling, forvarnir.

5.tbl. 2015: Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga

Fagið

Forvarnir og fræðsla

Heilsa

Öldrun

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála