Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildarstjórum og tengsl verkja við streitu

18. febrúar 2016


Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri
Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri 
Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri 
Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri


Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Heilsa hjúkrunardeildarstjóra er ekki nægjanlega rannsökuð en vitað er að starfið er streitusamt. Engin rannsókn fannst þar sem rannsakaðir voru stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildar-stjórum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stoðkerfisverki hjá hjúkrunardeildarstjórum sl. sex mánuði á þremur líkamssvæðum: hálsi/hnakka, herðum/öxlum og neðri hluta baks, og fylgni verkjanna við streitu.

Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur í rannsókninni voru kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannana-kerfið, 110 svöruðu (81%). Spurningar, sem snúa að stoðkerfisverkjum, voru fengnar frá rannsóknar- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og voru verkir metnir á kvarðanum 1-10. Streita var metin með tíu spurninga PSS-streitukvarðanum. Lýsandi tölfræði og ályktunar¬tölfræði var notuð við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður leiddu í ljós talsverða verki hjá hjúkrunar-deildarstjórum en 83% þeirra höfðu haft verki í herðum/öxlum síðustu sex mánuði og um 81% höfðu haft verki í hálsi/hnakka á sama tímabili. Um 72% hjúkrunardeildarstjóranna höfðu haft verki í neðri hluta baks síðustu sex mánuði. Því lengur sem hjúkrunardeildarstjórarnir höfðu haft verki þeim mun meiri voru verkirnir í hálsi/hnakka (F(4, 92) = 29,45, p<0,001), herðum/öxlum (F(4, 97) = 30,0, p<0,001) og neðri hluta baks (F(4, 89) = 33,3, p<0,001). Einnig komu fram jákvæð tengsl milli styrkleika verkja og dagafjölda verkja síðastliðna sex mánuði á einu líkamssvæði við annað. Þeir hjúkrunar¬deildarstjórar, sem voru yfir streituviðmiði, höfðu verki í fleiri daga og höfðu að meðaltali meiri verki frá hálsi/hnakka og herðum/öxlum en þeir sem voru yfir streituviðmiði. Ekki kom fram fylgni milli verkja í neðri hluta baks og streitu.

Helstu ályktanir: Skoða þarf leiðir til að minnka stoð-kerfisverki hjúkrunardeildarstjóra og einnig þarf að finna leiðir til að minnka streitu þeirra og vinna markvisst að heilsusamlegra vinnuumhverfi fyrir þá. Heilsa þeirra má ekki bera skaða af krefjandi vinnuumhverfi.

Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, konur, stoðkerfisverkir, streita, lýsandi þversniðsrannsókn.

 

1.tbl. 2016: Stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildarstjórum og tengsl verkja við streitu

Fagið

Heilsa

Stjórnun

Stuðningur

Faggrein

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála