Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Notkun viðbótarmeðferðar í hjúkrun á Landspítala

28. apríl 2016

Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands
Guðrún Elka Róbertsdóttir, Landspítala
Salóme H. Gunnarsdóttir, Landspítala


Gagnsemi margs konar viðbótarmeðferðar til að draga úr einkennum og bæta líðan sjúklinga hefur sífellt betur verið að koma í ljós. Margar heilbrigðisstofnanir leyfa notkun viðbótarmeðferðar og samþættingu við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar hafa boðið sjúklingum upp á ýmiss konar viðbótarmeðferð á Landspítala. 

Tilgangur: Tilgangur þessarar könnunar er að fá upplýsingar um notkun viðbótarmeðferðar á Landspítala. 

Aðferð: Rannsóknarsniðið var megindlegt í formi spurningalista sem innihélt 35 spurningar um notkun viðbótarmeðferðar. Eftir að tilskilin leyfi voru fengin var spurningalistinn sendur rafrænt í Lime Survey kerfi til 73 deildarstjóra. 

Niðurstöður: Alls svöruðu 39 deildarstjórar og var svarhlutfall 53%. Algengustu tegundir meðferðar, sem veitt var sjúklingum, er nudd og slökun en um 76% deildarstjóranna, sem svöruðu, nefndu nudd og 48% nefndu slökun. Helstu ástæður notkunar voru sagðar til að draga úr einkennum eins og kvíða og bæta almenna líðan. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar voru helstu meðferðar-aðilar og höfðu í flestum tilfellum sérmenntun til að veita meðferðina. Rúmur meirihluti (57%) sagði að áhrifin væru alltaf metin en ekki nema um 21% að meðferð væri alltaf skráð. Um 51% telja að sjúklingar séu sjaldan spurðir um notkun viðbótarmeðferðar.

Ályktanir: Svo virðist sem aukinn áhugi sé innan hjúkrunar á að nota viðbótarmeðferð til að bæta líðan sjúklinga á Landspítala þar sem greinileg aukning er á notkun og framboði á viðbótarmeðferð innan spítalans frá árinu 2002 eða um 20%. Mikilvægt er að styðja notkun viðbótar-meðferðar á Landspítala og endurbæta enn frekar klínískar leiðbeiningar handa sjúklingum um notkun slíkra úrræða. 

Lykilorð: Viðbótarmeðferð, hjúkrun, heilbrigðisþjónusta, nudd, slökun.

 

2. tbl 2016: Notkun viðbótarmeðferðar í hjúkrun á Landspítala

Fagið

Heilsustofnanir

Matstæki

Meðferð

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála