Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Lífslokameðferð: Reynsla og viðhorf hjúkrunarfræðinga til umönnunar deyjandi einstaklinga og notkunar meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway. Forprófun á spurningalista

6. júní 2016
Forprófun á spurningalistanum end-of-life-care

Þórunn Pálsdóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Elísabet Hjörleifsdóttir, Háskólinn á AkureyriTilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig íslenskir hjúkrunarfræðingar meta eigin færni í lífsloka-meðferð, skoða tengsl á milli bakgrunnsbreyta og viðhorf þátttakenda til notkunar á Meðferðarferli fyrir deyjandi (Liverpool Care Pathway, LCP). Einnig var tilgangurinn að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslenskrar útgáfu á spurningalista um lífslokameðferð (End-of-Life Care questionnaire). 

Aðferð: Rannsóknaraðferðin var megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn. Spurningalisti var sendur til 476 hjúkrunarfræðinga um land allt. Spurt var um þætti tengda umönnun í lífslokameðferð og ánægju þátttakenda með notkun Meðferðarferlis fyrir deyjandi. Framkvæmd var þáttagreining og lýsandi tölfræði beitt til að lýsa eiginleikum tölulegra gagna.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 40,8% (n=194). Þátttakendur töldu sig hafa sjálfstraust og færni í störfum sínum tengdum lífslokameðferð. Ánægja þeirra með notkun Meðferðarferlis fyrir deyjandi reyndist ekki vera afgerandi. Þáttagreining leiddi í ljós fimm þætti: Kostir Meðferðarferlis fyrir deyjandi, Sjálfsöryggi í umönnun, Sjálfsöryggi í samskiptum, Uppfylling þarfa og Þverfagleg hópvinna. Þáttahleðslur voru á bilinu 0,503-0,864. Cronbachs-alfa áreiðanleikastuðull var á bilinu 0,69-0,94. Marktæk fylgni var á milli hærri aldurs og sjálfsöryggis í umönnun (r=-0,187, p=0,01), starfsaldurs og sjálfsöryggis í umönnun (r=-0,271, p=0,01) og lengri starfsaldurs og sjálfsöryggis í samskiptum (r=-0,208, p=0,01). Þeir sem notuðu Meðferðarferli fyrir deyjandi voru líklegri til að hafa meira sjálfsöryggi í umönnun (p=0,012) og höfðu oftar stuðning af þverfaglegum hópi (p<0,001) en þeir sem ekki notuðu það. 

Ályktanir: Spurningalisti rannsóknarinnar reyndist hentugur til rannsókna á sviði lífslokameðferðar. Ætla má að hjúkrunarfræðingar búi yfir færni og hafi sjálfstraust þegar kemur að lífslokameðferð og hafi stuðning af þverfaglegum hópi. Þörf er á frekari rannsóknum á Íslandi á gagnsemi Meðferðarferlis fyrir deyjandi í lífslokameðferð.

Lykilorð: Lífslokameðferð, Meðferðarferli fyrir deyjandi, LCP, sjálfsöryggi hjúkrunarfræðinga, þverfagleg teymisvinna.

3.tbl 2016: Könnun á mati hjúkrunarfræðinga á eigin færni í lífslokameðferð og viðhorfum þeirra til notkunar meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway: Forprófun á spurningalistanum end-of-life-care 

 

Fagið

Lífsstíll

Líkn og lífslok

Sjálfsmynd

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála