Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Umsögn um brottnám líffæra

24. mars 2017
Reykjavík 24. mars 2017


Velferðarnefnd Alþingis

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991 (ætlað samþykki).

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir stuðningi við frumvarpið um breytingu á lögum um brottnám líffæra þar sem gert er ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir.

Fíh vísar í umsögn félagsins um sama efni dagsett 24. apríl 2012 þar sem fram kom stuðningur þess við þær breytingar að ganga skuli út frá ætluðu samþykkti í stað hins gagnstæða.

Fíh bendir á að andstaða við líffæragjöf til ígræðslu getur verið af ýmsum toga sem ber að virða og aldrei að víkja frá. Því er mikilvægt að þeim sem ekki vilja gefa líffæri verði gerð sú ákvörðun og tilkynningu þar um auðveld og tryggt verði að upplýsingar þar að lútandi verði aðgengilegar.

Fíh ítrekar að vanda þarf til verka við innleiðingu breytinganna ef af veður. Félagið tekur undir með flutningsmönnum að samhliða breytingum á löggjöf um líffæraflutninga þurfi að vinna að öðrum þeim þáttum sem taldir eru nauðsynlegir til að fjölga megi líffæragjöfum frá látnum einstaklingum á Íslandi. Opin umræða og fræðsla til almennings skitir þar sköpum og má benda á að hægt er að hefja umræðuna strax í grunnskóla samfara t.d. lífleiknikennslu.


Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála