Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

7. fundur stjórnar Fíh 2016 – 2017

31. mars 2017
Föstudagur 31. mars 2017 kl. 14:00

Mættir:
Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir og Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Fjarverandi:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svava Björg Þorsteinsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura Björk Hreinsdóttir.

Á fjarfundi:

Kristín Thorberg og Ólöf Árnadóttir

Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Gestir:
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi kjara- og réttindasviðs Fíh, Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, Haukur Hafssteinsson, framkvæmdarstjóri LSR og Ragnheiður Gunnarsdóttir, stjórnarmaður LH.

Til umræðu/kynningar:

Kynning á breytingum Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
Haukur Hafsteinsson framkvæmdarstjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) kynnti fyrir stjórn breytingar sem stjórn LSR hefur lagt fram. Um s.l. áramót voru gerðar breytingar á lögum um lífeyrissjóði, framundan er sameining LH við A deild LSR og 1. apríl n.k. verður lagt fram frumvarp til laga um niðurlagningu Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH).

A. Samþykktir stjórnar LSR vegna A-deildar LSR
Haukur kynnti samþykktir stjórnar LSR sem gerðar hafa verið eftir að breytingar á lögum A-deildar LSR voru gerðar, en 90% hjúkrunarfræðinga eru í A deild LSR. Nýja kerfið tekur gildi 1 júní 2017. Helstu breytingar sem verða samhliða nýju kerfi eru eftirfarandi:

 • Allir nýir hjúkrunarfræðingar fara inn í nýtt kerfi sem er frábrugðið gamla kerfinu.
 • Nýja kerfið samsvarar sig við kerfi á almenna markaðnum. Verðmat lífeyrisréttinda verður meira eftir yngri aldri greiðanda. Í A-deild LSR er hægt að taka lífeyri á milli 60 og 70 ára. Í núverandi kerfi gildir það ef taka lífeyris hefst fyrir 65 ára aldur þá fær viðkomandi verri réttindi en við breytinguna er þessi aldur færður í 67 ár.
 • Ef sjóðurinn getur ekki staðið við lífeyrisgreiðslur að þá fellur ábyrgð á ríki í núverandi kerfi. Þessi bakábyrgð verður afnumin frá og með 1. júní 2017. Ef sjóðurinn nær ekki að standa undir þessum greiðslum að þá getur komið til skerðingar á réttindum eða aukningu á réttindum ef fjármagn eykst. Eini hópurinn sem er varinn gegn þessari lækkun eru þeir sem eru greiðandi sjóðsfélagar og verða orðnir 60 ára fyrir 1. júní 2017. Ríkið leggur sjóðnum til fjármagn við þessa breytingu sem kom til vegna stöðuleikaframlags föllnu bankanna. Þetta er gert til þess að greiða mismuninn á milli nýja og gamla kerfisins. Ef einstaklingur er í kerfinu núna þá mun hann halda réttindum miðað við jafna ávinnslu með svokölluðum lífeyrisauka en nýir sjóðsfélagar fara inn í aldurstengda ávinnslu.
 • Þeir sem eru að greiða í sjóðinn núna eru „forréttindahópurinn“ núverandi sjóðsfélagar. Frá 1. júní myndast hins vegar 12 mánaða gluggi til aðildar að gamla kerfinu ef greiðslur falla niður í sjóðinn, nema fyrir fyrir þá sem eru í veikinda- og fæðingarorlofi þá er glugginn lengri eða 24 mánuðir.
  Ef ríkið er ekki að fjármagna stofnanir, fyrirtæki eða félög sem greiða inn í sjóðinn fyrir félagsmenn þá rukkar ríkið viðkomandi félag eða stofnun um mánaðarlegt iðgjald, 5,85% til að standa undir því að halda einstaklingi inni í gamla kerfinu. Ef fyrirtæki neitar að borga þetta þá verður að setja viðkomandi starfsmann í nýja kerfið. Viðkomandi stofnunum, fyrirtækjum og félögum verður tilkynnt um þetta á næstunni.
 • Ekki mun reyna á meirihlutann af þessum breytingum fyrr en síðar þegar ljóst verður hvernig launahækkanir verða, hverjir hætta og hvernig staða sjóðsins verður. BHM og KÍ hafa hótað málshöfðun og myndi sú málshöfðun í raun ekki geta orðið að veruleika fyrr en sjóðsfélagi verður fyrir skerðingu á réttindum, þ.e. ef lífeyrisauki mun ekki duga til þess að viðhalda réttindum.
 • Það þarf að gera sér kjarasamning um aðild að lífeyrissjóðnum.

B. Breyting á Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga
Haukur kynnti frumvarp um sameiningu LH og B-deildar LSR.
 • Árið 2012 var samþykkt í stjórn LH að mynda starfshóp til að meta kosti og galla að sameina þessa tvo sjóði . Skýrsla var kynnt fyrir félaginu 2013 ásamt fjármálaráðherra og lagt var til að þessir sjóðir yrðu sameinaðir. Árið 2016 var skýrslan uppfærð tölulega og skilað til félags og fjármálaráðuneyti.
 • Nú er komið fram frumvarp um sameiningu þessara sjóða. Um 90% hjúkrunarfræðinga eru í LSR og um 300 hjúkrunarfræðingar borga í LH. Hinsvegar eru 1000 hjúkrunarfræðingar sem eru að taka lífeyri út úr LH.
 • Engin breyting verður hjá þeim sem eru byrjaðir að taka lífeyri heldur eingöngu hjá þeim sem byrja að taka lífeyri eftir gildistöku frumvarpsins. Fyrir þá sjóðsfélaga sem eru í LH í dag en ekki byrjaðir að taka lífeyri mun almennt gilda sú regla að sjóðsfélagar eiga ekki að tapa réttindum við sameiningu sjóðanna. Það eru nokkrir aðilar sem eiga lífeyri í báðum sjóðum sem eru að hefja töku lífeyris og græða örlítið á þessu, s.s. hjúkrunarfræðingar halda þeim mismun sem er hagstæðari hjá LH en LSR. Það sem er hagstæðara í LH en LSR er uppgjör á starfshlutfalli fyrir 1997, en þá fengu hjúkrunarfræðingar greitt miðað við hæstu vinnuprósentu sem þeir höfðu verið í. Það er ekki svona regla í LSR og halda því hjúkrunarfræðingar áfram þessum réttindum við sameininguna.
 • Sjóðsfélagi sem minnkar við sig vinnu niður í minna en 50 prósent borgar ekki inn í B deild eða LH og getur þ.a.l. farið samhliða því á lífeyri og verið áfram fastráðinn í starfi. Ef viðkomandi vill borga áfram í LH/B-deild LSR þá getur hann ekki farið á lífeyri. Í núverandi kerfi hafa hjúkrunarfræðingar í LH þurft að segja upp störfum við töku á lífeyri og verður þar breyting á við sameininguna. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru að taka lífeyri núna eru háðir samþykki vinnuveitanda um að verða aftur fastráðnir starfmenn.
 • Varðandi launagreiðendur hjá báðum sjóðum hafa reglur verið þannig að launagreiðendur bera ábyrgð á lífeyrishækkunum. Hinsvegar dugar þetta ekki fyrir öllum skuldbindingum, þá er bakábyrgðin launagreiðanda. Í B deild LSR er ábyrgðin bara á ríkissjóði en í LH hjá hverjum launagreiðanda fyrir sig en ekki eingöngu ríkissjóði eins og með B deild LSR. Stór hluti af þeim launagreiðendum sem ábyrgðin hefði fallið á myndu reyna að sækja þann pening til ríkisins og því hefur ríkið ákveðið að yfirtaka allar skuldbindingar stofnana, félaga og fyrirtækja.
 • Við sameininguna verður LH ekki lengur til. Ekki gert ráð fyrir breytingum á stjórn LSR þrátt fyrir sameiningu þessara sjóða. Starfsnefnd LSR fylgist með röðun lífeyrisþega í launaflokka. Fulltrúar fjármálaráðherra eru á því að þetta ætti ekki að hafa áhrif á stjórn LSR en hagsmunir geta legið í því að hjúkrunarfræðingar fái fulltrúa í þessa starfsnefnd.
  Samþykkt var á fundi hjá LSR að hjúkrunarfræðingar fái fulltrúa í starfsnefnd verði frumvarpið að lögum.


Fundi slitið kl. 15:30

 


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála