Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

8. fundur stjórnar Fíh 2016 – 2017

2. maí 2017
Þriðjudagur 2. maí 2017 kl. 09:30

Mættir:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, Svava Björg Þorsteinsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Fjarverandi:
Ólöf Árnadóttir

Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Gestir:
Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh, Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, Sigrún Guðmundsdóttir, endurskoðandi BDO, Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh, Steinunn Sigurðardóttir, formaður afmælisnefndar Fíh og Örvar Ólafsson, endurskoðandi BDO.


Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð 6. og 7. fundar stjórnar Fíh
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Lögð fram fundargerð 10. fundar framkvæmdaráðs Fíh
  Afgreiðsla: Kynnt.

 3. Endurskoðun ársins 2016
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh og endurskoðendur BDO, Sigrún Guðmundsdóttir og Örvar Ólafsson fóru yfir ársreikninga og niðurstöður endurskoðunar ársins 2016. Endurskoðendur höfðu engar athugasemdir við fjárhag eða rekstur félagsins.
  Umræður um fastafjármuni félagsins. Kanna þarf hvort sé betra að afskrifa eignir eða að nota fasteignamat eignanna til að fá sem besta mynd af verðmætum félagsins. Einnig kom ábending um að stundum vanti að fundargerðir stjórnar séu undirritaðar af öllum þeirra sem sátu fundinn.
  Afgreiðsla: Ársreikningar síðasta starfsárs samþykktir.

 4. Starfsemisskýrsla stjórnar 2016-2017
  Starfsemisskýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017 lögð fram. Umræður.
  Afgreiðsla: Guðbjörg mun líta yfir skýrsluna einu sinni aftur sem verður í kjölfarið lögð fyrir aðalfund Fíh 18. maí 2017. Stjórn samþykkir skýrsluna.

 5. Starfsáætlun stjórnar 2017-2018
  Starfsáætlun stjórnar fyrir starfsárið 2017-2018 lögð fram.
  Umræður um starfsáætlun. Mikilvægt að félagið horfi til framtíðar.
  Afgreiðsla: samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund 18. maí 2017.

 6. Umsókn um stofnun nýrra deilda
  a. Deild hjúkrunarfræðinga á Suðurlandi
  b. Deild hjúkrunarfræðinga í Vestmannaeyjum
  c. Deild hjúkrunarfræðinga í Eyjafirði
  d. Deild hjúkrunarfræðinga í Þingeyjarsýslum
  e. Deild hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi vestra (Sauðárkrókur)
  f.  Deild hjúkrunafræðinga á Vestfjörðum
  g. Deild hjúkrunarfræðinga á Suðurnesjum
  h. Deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni
  i.  Deild sérfræðinga í hjúkrun
  j.  Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun
  k. Fagdeild um bæklunarhjúkrun

  Öll fullnægjandi gögn hafa borist með umsóknum um stofnun deilda. Framkvæmdarráð hefur útbúið drög af starfsreglum deilda sem deildir fá sent og geta nýtt sér til að útbúa sínar eigin starfsreglur.
  Afgreiðsla: stjórn samþykkir að stofnun ofangreindra deilda verða lögð fyrir aðalfund Fíh sem haldinn verður 18. maí 2017.

Til umræðu/kynningar:

 1. Félagsgjöld
  Birgir Ólafsson, gjaldkeri stjórnar, leggur til að félagsgjöld verði óbreytt 1,35% af dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga og 0,15% af því renni beint til vinnudeilusjóðs Fíh.
  Afgreiðsla: Samþykkt að leggja óbreytt félagsgjöld fyrir aðalfund Fíh, 18. maí 2017.

 2. 100 ára afmæli Fíh
  Steinunn Sigurðardóttir, formaður afmælisnefndar og Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagssviðs kynntu undirbúning fyrir 100 ára afmæli Fíh. Kynnt voru störf afmælisnefndar og drög að fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin er í sjö liðum: (1) „Afmælisdagurinn“ 15. nóvember 2019, (2) hjúkrun í 100 ár: fortíð – nútíð – framtíð, (3) afmælisfáni, (4) Stytta af Halldóru konu Víga-Glúms, (5) útgáfumál, (6) nefndarstörf, (7) ófyrirséð.
  Umræður: Tillaga að útbúa hátíðisnælu.
  Afgreiðsla: Stjórn fer fjárhagsáætlun og ákvarða þarf fljótlega framlag Fíh til afmælisársins.

 3. Lífeyrissjóðsmál hjúkrunarfræðinga
  Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, kynnti fyrir stjórn breytingar á lífeyrissjóðsmálum hjúkrunarfræðinga sem einnig voru kynntar á stjórnarfundi 31. mars 2017. Breytingar voru tvíþættar; annars vegar breytingar á A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og hins vegar sameining B-deildar LSR og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH). Breytingar á A deild LSR taka gildi 1. júní 2017. Ítarlegri upplýsingar má finna í fundargerð 7. fundar stjórnar 31. mars 2017.

 4. Endurskoðun á aukaframlagi til deilda
  Birgir Örn Ólafsson, gjaldkeri Fíh, kynnti endurskoðun á aukaframlagi til deilda sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi 21. mars 2017. Deildir á landsbyggðinni hafa möguleika á að sækja um aukaframlag upp á 200 þúsund krónur fyrir t.d. salaleigu þar sem þær hafa ekki aðgang að sal félagsins. Einnig getur verið kostnaðarsamt að fá fyrirlesara út á land. Birgir leggur til að aukaframlag verði óbreytt 200 þúsund krónur frá því sem var ákveðið á síðasta stjórnarfundi, en framlag sé gegn kvittunum.
  Umræður.
  Afgreiðsla: Samþykkt að aukaframlag til deilda á landsbyggðinni verði óbreytt 200 þúsund krónur, en sé eingöngu aðgengilegt gegn kvittunum.

 5. Breytingar á starfsreglum Orlofssjóðs
  Stjórn Orlofssjóðs hefur svarað fyrirspurn stjórnar frá stjórnarfundi 21. mars 2017 um breytingar á starfsreglum Orlofssjóðs. Tillögur stjórnar voru teknar til skoðunar. Stjórn Orlofssjóðs sendi frá sér endurskoðaðar breytingar á starfsreglum Orlofssjóðs sem lagðar verða fyrir aðalfund Fíh 18.maí 2017.
  Afgreiðsla: samþykkt að leggja breytingar á starfsreglum Orlofssjóðs fyrir aðalfund 18. maí 2017.

 6. Kjarabarátta 4. árs hjúkrunarfræðinema
  Umræður um kjarabaráttu 4. árs hjúkrunarfræðinema.


Til kynningar

 1. Heimsóknir á landsbyggðina
  Félagið hefur lokið heimsóknum sínum um landsbyggðina. Á þessa 12 fundi mættu 4-34 félagsmenn hverju sinni. Helst var áhugi fyrir breytingum á svæðisdeildum yfir í deildir. Miklar umræður um réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga spruttu upp í þessum heimsóknum. Almenn ánægja var hjá félagsmönnum með heimsóknir Fíh á landsbyggðina og áhugi fyrir því að halda þeim áfram.

 2. Fréttir af samstarfi á Norðurlöndum (SSN) og Evrópu (EFN)
  Kynnt var samstarf á Norðurlöndum (SSN) og Evrópu (EFN). Guðbjörg Pálsdóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir fóru á EFN og var m.a. áframhaldandi umræða um mikilvægi þess að lyfta hjúkrun á hærra menntunarstig, sérstaklega í mið Evrópu. Einnig fóru þær á SSN-fund, en á dagskrá er að hafa ráðstefnu í Færeyjum næsta haust undir yfirskriftinni rannsóknir i hjúkrun. Á næsta ári er áætlað að hafa ráðstefnuna hér á Íslandi en yfirskrift þeirrar ráðstefnu verður launakjör og kjaramál hjúkrunarfræðinga á Norðulöndum.

 3. Umsagnir Fíh
  Kynning á umsögnum Fíh um brottnám líffæra, brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og lyfjastefnu til ársins 2022.Önnur mál


 1. 16. Ályktanir fyrir aðalfund 18. maí 2017
  Stjórn Fíh setur fram ályktanir fyrir aðalfund Fíh 18. maí 2017. Tillögur um að gera tvær ályktanir, eina um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og aðra um fjármagn í heilbrigðiskerfinu. Starfshópar voru myndaðir sem munu vinna að ályktunum á næstu 7 dögum. Starfshóparnir geta leitað til Aðalbjargar Finnbogadóttur og Gunnars Helgasonar og fengið aðstoð með orðalag og framsetningu.

Fundi slitið kl. 14:30

 


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála