Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Umsögn um frumvarp til laga um tóbaksvarnir (rafsígarettur)

5. maí 2017
Reykjavík 5. maí 2017


Velferðarnefnd Alþingis


Umsögn um frumvarp til laga um tóbaksvarnir (rafsígarettur), 431. mál

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga innan Fíh fagna fram komnu frumvarpi til breytinga á lögum um tóbaksvarnir.

Fíh telur mikilvægt að settar séu skýrar reglur varðandi rafsígarettur þar sem lögð er áhersla á forvarnir og eftirlit með sölu, markaðssetningu og aðgengi að þeim. Skaðsemi tóbaksneyslu er öllum ljós sem vilja kynna sér áhrif hennar. Gera má ráð fyrir að hátt í 400 Íslendingar látist árlega úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafsígarettur og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna.

Því hefur, meðal annars, verið haldið fram að notkun rafsígarettna sé skaðlaus og því ákjósanleg leið fyrir einstaklinga til að hætta að reykja. Enn sem komið er hafa engar rannsóknir staðfest með óyggjandi hætti að rafsígarettur gagnist við tóbaksvarnir eða hjálpi fólki að hætta að reykja.

Fíh er sammála afstöðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar og styður þá sýn sem fram kemur í þessu frumvarpi að rafsígarettur skuli að öllu leiti meðhöndlaðar á sama hátt og hefðbundnar sígarettur. Þannig má halda utanum dreifingu þeirra og aðgengi að vörunni.


F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga


Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Forvarnir

Heilsuvernd

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála