Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

3. fundur stjórnar Fíh 2017 – 2018

19. september 2017

þriðjudagur 19. september 2017 kl. 10:20-15:30

Mættir: 
Anna María Þórðardóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir,Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir og Arndís Jónsdóttir

Boðuð forföll: 
Helga Bragadóttir og Þura B. Hreinsdóttir

Gestir: 
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh


Fundarritari: 
Hildur Björk Sigurðardóttir

Til afgreiðslu:


 1. Fundargerð 2. fundar stjórnar Fíh
  Afgreiðsla: samþykkt.

Til umræðu/til kynningar :


 1. Ráðningasamningur formanns Fíh kynntur
  Formaður vék af fundi og kynnti Arndís Jónsdóttir varaformaður fyrir stjórnarmeðlimum ráðningasamning formanns.

 2. Fjárhagsáætlun fyrstu 7 mánuði ársins (2017)
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh kynnti starfssvið sitt fyrir stjórnarmönnum.
  Hún fór einnig yfir fjárhagsáætlun fyrstu 7 mánuði ársins og ræddi fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2018.

 3. Stefna Fíh varðandi starfsmannaleigur hjúkrunarfræðinga
  Starfsmannaleigan Elja hefur kynnt starfsemi sína fyrir Fíh. Í kjölfarið lagði sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs minnisblað fyrir stjórn vegna þessa. Ljóst er að stefnu skortir innan Fíh um starfsmannaleigur hjúkrunarfræðinga eða verktöku erlendra hjúkrunarfræðinga og þörf er á að félagið setji sér slíka stefnu.
  Umræður sköpuðust um hver stefna Fíh ætti að vera gagnvart starfsmannaleigum sem þessum.
  Afgreiðsla: Fulltrúar Fíh munu funda með starfsmönnum Elju 22. september til að fá fram frekari upplýsingar um starfsemi þess. Markmiðið er að ljúka stefnu Fíh varðandi starfsmannaleigur á næsta stjórnarfundi, 24. október 2017.

 4. Starfsreglur stjórnar
  Stjórnarmeðlimir hafa unnið að endurskoðun starfsreglna stjórnar og liggja nú lokadrög fyrir. Umræður voru um hlutverk og ábyrgð varamanna á fundum stjórnar Fíh, sem og lagalegt gildi umræðna og skjala á lokuðu vefsvæði stjórnar. Formaður Fíh hefur ráðfært sig við lögfræðing félagsins varðandi þetta vafaatriði sem er ekki skilgreint í starfsreglum stjórnar eins og er.
  Afgreiðsla: Lögfræðingur Fíh mun fara yfir starfsreglur stjórnar, sérstaklega m.t.t. hlutverks stjórnarmanna og varamanna og í kjölfarið verða starfsreglur stjórnar lagðar fram til samþykktar á næsta fundi.

 5. Styrkbeiðni vegna sprotaverkefnis um styttingu vinnuviku
  Halla Eiríksdóttir vék af fundi. Fíh barst beiðni um fjárhagslegan styrk frá HSA varðandi sprotaverkefni um styttingu vinnuviku hjúkrunarfræðinga úr 40 klst í 37,5 klst. Stjórnarmeðlimir voru sammála því að stytting vinnuviku hjúkrunarfræðinga sé eitt af mikilvægum áhersluatriðum til að bæta vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þess vegna sé mjög mikilvægt að styrkja verkefni.
  Afgreiðsla: Samþykkt er að leggja 1,2 milljóna styrk til þessa verkefnis og mun formaður senda HSA bréf vegna þessa.

 6. Muna- og minjanefnd
  Umræður hafa verið um að þörf sé fyrir að stofna muna- og minjanefnd innan Fíh á ný. Nauðsynlegt er að tryggja að munir og minjar tengdir sögu hjúkrunarfræðinnar séu vel varðveittir. Hefur öldungadeild Fíh sýnt málinu sérstakan áhuga. Vel var tekið í hugmyndina en huga þarf að því hvaða reglur gildi um vörslu minja og hlutverk minjanefnda.
  Afgreiðsla: Halla Eiríksdóttir mun skoða nánar hvaða reglur og lög gilda um minjanefndir og vörslu minja. Stjórnarmenn munu senda punkta til formanns Fíh

 7. Fjárhagsáætlun 100 ára afmælis Fíh 2019
  Fjárhagsáætlun 100 ára afmælis Fíh var rædd og farið yfir tillögur og hugmyndir frá afmælisnefndinni. Jafnframt komu fram ýmsar hugmyndir sem formaður kemur áfram til 100 ára afmælisnefndarinnar.
  Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að áætla 20 milljónir króna í 100 ára afmæli Fíh miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja í dag.

 8. Könnun meðal félagsmanna
  Rætt um mikilvægi þess að framkvæma reglulegar kannanir á meðal félagsmanna varðandi vinnuumhverfi, líðan og álag í starfi og o.fl. Mikilvægt er að hægt sé að styðjast við áþreifanlegar tölur til að meta aðstæður með nákvæmari hætti en nú er.
  Afgreiðsla: Samþykkt að leita til Maskínu ehf. við gerð könnunar meðal félagsmanna.

 9. Iðgjaldagreiðslur Fíh vegna lífeyrisskuldbindinga
  Áframhaldandi umræður um lífeyrisskuldbindingar Fíh frá síðasta stjórnarfundi. Umræður á meðal stjórnarmeðlima hvort eigi að fara í málarekstur við ríkið vegna þessa, leita til umboðsmanns alþingis eða láta málið kyrrt liggja.
  Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að láta málið kyrrt liggja.

  Stjórnarfundi slitið kl. 12:45

  Vinnufundur stjórnar 12:45-15:20
  Starfsáætlun stjórnar 2017-2018

Næsti fundur stjórnar er áætlaður 25. október 2017.

 

Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála