Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

4. fundur stjórnar Fíh 2017 – 2018

24. október 2017
þriðjudagur 24. október 2017 kl. 10:30-16:00

Mættir: 
Anna María Þórðardóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir,Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Helga Bragadóttir og Arndís Jónsdóttir.

Boðuð forföll: 
Þura B. Hreinsdóttir

Gestir: 
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh, Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs og Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra.

Fundarritari: 
Hildur Björk Sigurðardóttir

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð 3. fundar stjórnar Fíh
  Afgreiðsla: samþykkt.

 2. Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga á speglunardeildum - lógó
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu:


 1. Drög að fjárhagsáætlun 2018
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir 2018.
  Afgreiðsla: Lokadrög verða lögð fram á næsta fundi stjórnar þann 5. des til afgreiðslu.

 2. Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi - nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar
  Stjórn Fíh fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar og þeirri athygli sem hún vekur í samfélaginu. Tímasetningin er góð m.t.t. kosninga.
  Afgreiðsla: Mikilvægt að Fíh fylgi málefnum skýrslunnar vel eftir þegar ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.

 3. Starfsreglur stjórnar
  Lögmaður Fíh hefur gefið álit á breytingum starfsreglna stjórnar Fíh sem lúta m.a. að skýrara hlutverki varamanna í stjórn.
  Afgreiðsla: Breytingar á starfsreglum stjórnar eru samþykktar.

 4. Stofnun Muna- og minjanefndar Fíh
  Formleg áskorun barst frá öldungadeild Fíh um stofnun Muna- og minjanefndar.
  Afgreiðsla: Áskorun samþykkt. Ákveðið að næsta skref sé að skipa formann nefndarinnar og er það í höndum stjórnar að gera það. Aðalbjörg Finnbogadóttir mun vera í sambandi við formann öldungadeildarinnar vegna málsins og verður nefndin skipuð í síðasta lagi á næsta stjórnarfundi 5. desember.

 5. Ímyndarvinna
  Áframhaldandi umræða og vinna stjórnar um ímyndarvinnu frá síðasta stjórnarfundi. Unnið með gögn sem lögð hafa verið fram á stjórnarvef, auk starfsáætlunar, hugarflugskorts o.fl.
  Afgreiðsla:
  Ákveðið að einblína á færri þætti en fleiri. Margt komið af stað eins og könnun til félagsmanna, aukin umræða við hagsmunaaðila o.fl. Áframhaldandi vinna stjórnarmeðlima, m.a. á verkefnavef og næsta stjórnarfundi.

Til kynningar


 1. Geðhjúkrun: framlag hjúkrunarfræðinga til eflingar geðheilbrigðisþjónustu á landinu - nýútgefin skýrsla fagsviðs og fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga Fíh.
  Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs, fór yfir skýrsluna. Aðalbjörg og Margrét Grímsdóttir formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga fóru á fund í velferðarráðuneytinu 16. september síðastliðinn og kynntu hana þar sem skýrslunni var vel tekið.
  Umræður: Rætt um mikilvægi þessa verkefnis. Þarna sé verið að opna augu samfélagsins og ráðamanna um bætta þjónustu fyrir skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins þar sem hjúkrunarfræðingar geta gegnt enn stærra hlutverki. Rætt um nauðsyn þess að þessu verkefni verði fylgt eftir.

 2. Staða kjaramála
  Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs fór yfir stöðu kjaramála félagsmanna. Launamunur milli ákveðinna stéttarfélaga er enn um 20-25% þar sem læknar og KÍ hafa tekið vel fram úr öðrum stéttum. Einnig rætt mikilvægi þess að taka skynsamar ákvarðanir í launaþróun. Einnig hafa upplýsingar um föst launakjör ríkisstarfsmanna ekki enn fengist. Umræður um tregðu Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í að afhenta launagögn sem Fíh telur sig eiga rétt á skv. upplýsingalögum. Ef ekki greiðist úr þessu hið fyrsta fara bæði málin aftur fyrir úrskurðarnefnd upplýsingamála.
  Afgreiðsla:
  Lögmaður félagsins mun halda áfram í þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við að fá þessi mikilvægu gögn.

 3. Könnun meðal félagsmanna
  Samstarf er hafið á milli Maskínu og Fíh varðandi könnun meðal félagsmanna. Allir starfandi hjúkrunarfræðingar fá sendan spurningarlista innan tíðar og er lokayfirferð hafin á innihaldi þeirra af starfsfólki Fíh.
  Afgreiðsla:
  Spurningarlistinn verður sendur á stjórn Fíh til upplýsinga um leið og hann liggur fyrir.

 4. Við hlustum á þig - fundir með félagsmönnum á höfuðborgarsvæðinu
  Formaður, sviðsstjórar og kjararáðgjafi Fíh hefur haldið áfram fundarröðinni sem var á landsbyggðinni í vor en nú á höfuðborgarsvæðinu. Búnir eru fundir með hjúkrunarfræðingum er vinna á Landspítala en framundan fundir með hjúkrunarfræðingum starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurborg, SFV og Reykjalundi. Fámennt hefur verið á fundunum en sem komið er en góðar umræður.
  Umræður:
  Rætt um mikilvægi þess að félagið sé sýnilegt félagsmönnum sínum og þeim gefið tækifæri til að spyrja spurninga og fá nýjustu upplýsingar hverju sinni. Þó aðsókn hafi verið dræm er samt sem áður mikilvægt að bjóða upp á slíka fundi.

 5. Fréttir af erlendu samstarfi - SSN, EFN og ENFR
  Guðbjörg Pálsdóttir sagði frá norrænu (SSN) og Evrópsku (EFN) samstarfi við önnur hjúkrunarfélög. Haldin var ráðstefna í Færeyjum í byrjun október á vegum SSN þar sem 13 hjúkrunarfræðingar og -nemar frá Íslandi tóku þátt í vel heppnaðri ráðstefnu um hjúkrun og innleiðingu á hjúkrunarannsóknum í klínískt starf. Í Evrópu er aðaláherslan á innleiðingu svonefnds Directive 55 sem lýtur að menntunarmálum hjúkrunarfræðinga í Evrópu.
  Stofnaður hefur verið sameiginlegur rannsóknasjóður hjúkrunarfélaga í Evrópu (EFN): European Nursing Research Foundation (ENRF) sem hefur það að markmiði að styðja við hjúkrunarrannsóknir í Evrópu, sjá nánar http://enrf.eu/.
  Umræður:
  Rætt um mikilvægi erlends samstarfs þar sem hjúkrunarfræðingar hittast og mynda mikilvæg tengsl. Það hefur sýnt sig að ráðstefnur og fundir erlendis hafa skilað sér í auknu tengslaneti og framþróun innan hjúkrunarfræðinnar sem er af hinu góða.

Önnur mál


 1. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
  Þorsteinn Víglundsson ræddi hugmyndir sínar um jafnlaunavottun og hvernig hægt sé að bæta kjör hjúkrunarfræðinga til jafns við aðrar stéttir sem hafa sambærilega menntun og ábyrgð.

 2. Jólakortastyrkur 2017
  Eins og síðustu ár mun Fíh ekki senda félagsmönnum jólakort í ár heldur styrkir félagið árlega eitt málefni fyrir það fé sem myndi annars fara í að senda félagsmönnum jólakort. Stjórnarmenn beðnir um að koma með hugmyndir að málefni og verður ákvörðunin tekin á verkefnavef stjórnar fyrir næsta stjórnarfund.

Stjórnarfundi slitið kl. 16:00

Næsti fundur stjórnar er áætlaður 5. desember 2017.

Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála