Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

1. fundur stjórnar Fíh 2018 – 2019

1. júní 2018

Föstudaginn 1. júní 2018 kl. 09:30-13:00

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Edda Dröfn Daníelsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal og Hildur Björk Sigurðardóttir.

Fjarfundur: Halla Eiríksdóttir.

Gestir: Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs og Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð 9. fundar stjórnar Fíh
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Gæðaskjal: Þóknun fyrir setu á stjórnarfundum Fíh
  Rætt um þóknun fyrir setu á stjórnarfundum Fíh sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 24. maí 2018. Gæðaskjal á vegum félagsins þarf að endurspegla þá samþykkt.
  Afgreiðsla: Anna María Þórðardóttir mun endurskoða orðalag og uppsetningu gæðaskjalsins eftir umræður stjórnar. Breytingar á gæðaskjalinu verða settar fram til samþykktar á rafrænu vinnusvæði stjórnar.

Til umræðu

 1. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar
  Eitt framboð var til hvers embættis í stjórn Fíh.
  Afgreiðsla: Arndis Jónsdóttir var kosin áfram varaformaður Fíh, Halla Eiríksdótir var kosin gjaldkeri stjórnar og Edda Dröfn Daníelsdóttir var kosin ritari stjórnar. Stjórn var einhliða samþykk þessari kosningu.

 2. Fundaráætlun stjórnar og ákvörðun um aðalfund 2019
  Rædd voru drög að fundaráætlun stjórnar. Samkvæmt þessari áætlun verða stjórnarfundir að meðaltali einu sinni í mánuði.
  Afgreiðsla: Fundaráætlun stjórnar 2018-2019 og ákvörðun um aðalfund 2019 skoðast samþykkt með fyrirvara um breytingar.

 3. Helstu áherslur í starfi Fíh 2018-2019
  Arndís Jónsdóttir, varaformaður Fíh fór yfir starfsáætlun stjórnar fyrir starfsárið 2018 - 2019 sem kynnt var á aðalfundi 24. maí síðastliðinn. https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/Adalfundur/Adalfundur-2018/Adalfundur2018_5.0.pdf
  Afgreiðsla: Umræður í stjórn um frekari útfærslur og mun stjórnin setja fram nánari verkefnaáætlun til að vinna eftir. Áframhaldandi vinna verður á næsta stjórnarfundi, 14. ágúst 2018.

 4. Fjárhagsáætlun og almannatengsl fyrir 100 ára afmæli Fíh
  Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs og Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri drög að fjárhagsáætlun í tengslum við 100 ára afmæli Fíh 2019. Guðbjörg Pálsdóttir fundaði í lok maí með Steinunni Sigurðardóttur formanni 100 ára afmælisnefndar Fíh, Margréti Hallgrímsson sem fer fyrir hátíðarnefndinni ásamt Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, Sólveigu Stefánsdóttur og Aðalbjörgu Finnbogadóttur sviðsstjóra fagsviðs nú fyrir skömmu þar sem farið var yfir fjárhagsáætlun og drög að dagskrá 100 ára afmælis Fíh. Margar góðar og spennandi hugmyndir eru komnar fram og undirbúningur gengur vel. Huga þarf að almannatengli og viðburðarstjórnun fyrir árið.
  Sólveig Stefánsdóttir fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 100 ára afmælið og hver heildarkostnaður gæti orðið miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir.  Stjórn þarf að ákveða hverjar áherslurnar eiga að vera.
  Afgreiðsla: Stjórn mun taka frekari ákvarðanir og afstöðu til innihald verkefnanna og fjármagns í ágúst. Stjórn mun einnig kalla eftir nánari upplýsingum. Nokkuð ljóst er að auka þarf fjármagn til verkefnisins. og því samþykkir stjórn að hækka fjárhæðina.

 5. Skipuð samstarfsnefnd Fíh og hjúkrunarfræðinema
  Tillaga var lögð fyrir stjórn af Aðalbjörgu Finnbogadóttur sviðsstjóra fagsviðs og Evu Hjörtínu Ólafsdóttur kjararáðgjafa um að skipa samstarfsnefnd milli Fíh og hjúkrunarfræðinema með það að markmiði að stuðla að enn frekari samstarfi aðilana. Umræður.
  Afgreiðsla: Tillaga um samstarfsnefnd Fíh og hjúkrunarfræðinema með fyrirvara um orðalagsbreytingar er samþykkt.

 6. Heilbrigðisþjónustan í sumar og skortur á hjúkrunarfræðingum
  Umræður um skort á hjúkrunarfræðingum í sumar til starfa og afleiðingar þess með lokunum á legurýmum og aukið álag á þá hjúkrunarfræðinga sem verða við störf. Stjórn Fíh er ljóst hversu alvarlegt ástandið.
  Afgreiðsla: Fylgst verður náið með því hvernig sumrinu framvindur og félagsmenn hvattir til að láta frá sér heyra. Starfsfólk kjarasviðs

 7. Ráðningar nýrra starfsmanna Fíh
  Umræður um auglýstar stöður sviðsstjóra fagsviðs og sérfræðings í kjaramálum á kjara- og réttindasviði.

Til kynningar:

 1. Staða núverandi kjaraviðræðna
  Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs fór yfir stöðu kjaraviðræðna og þá vinnu sem farið hefur í að endurnýja stofnanasamninga. Það er nokkuð ljóst að það að hækka launin verður ekki nóg heldur að skoða vinnuumhverfi og vinnutíma félagsmanna. Kjara- og réttindasvið mun vinna í því að klára stofnanasamninga sem þegar eru í gangi en sumar stofnanir hafa ekki verið til viðræðna um endurnýjun þeirra og bera fyrir sig fjárskorti.
  Afgreiðsla: Stjórn verður reglulega upplýst um gang mála.

 2. Breytingar á húsnæði félagsins
  Umræður um breytingar á húsnæði Fíh.

  Næsti fundur stjórnar er áætlaður 14. ágúst 2018 kl. 12:30.

  Hildur Björk Sigurðardóttir, ritari Fíh


Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála