Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

6. fundur stjórnar Fíh 2018 – 2019

10. desember2018

þriðjudaginn 10. desember 2018 kl. 10:40-15:30

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Helena Eydal og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Gestir: Aðalheiður Finnbogadóttir, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Edda Dröfn Daníelsdóttir, Harpa Sævarsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð 5. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Starfsáætlun stjórnar Fíh fyrir vorönn 2019.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 3. Jólakortastyrkur Fíh 2018
  Afgreiðsla: Ákveðið var að hætta við jólakortastyrkinn í núverandi mynd og mun stjórn taka þetta til endurskoðunar um leið og aðrar styrkveitingar.

Til kynningar

 1. 100 ára afmæli Fíh 2019. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sýningastjóri sögusýningar í Árbæjarsafni kynnti hugmyndafræði sýningarinnar og fór yfir helstu atriði sem verið er að vinna með. Aðalbjörg Finnbogadóttir starfsmaður afmælisnefndar fór yfir viðburðarárið og Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs fór yfir nánari útfærslu á einstaka atburðum.

 2. Verklagsreglur um lögfræðiaðstoð til félagsmanna. Umræður. Verður afgreitt frekar á verkefnasvæði stjórnar.

 3. Dómssátt í héraðsdómsmáli Fíh f.h. hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu. Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi fór yfir niðurstöður.

Til umræðu

 1. Fréttir frá kjara- og réttindasviði.
  Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi og Harpa Sævarsdóttir sérfræðingur í kjaramálum sögðu frá helstu verkefnum á kjara- og réttindasviði. Samningsviðræður vegna stofnanasamninga eru í gangi á nokkrum stöðum en lokið á öðrum. Yfirlit yfir stofnanasamninga má sjá hér: https://www.hjukrun.is/kjaramal/kjarasamningar/
  Nokkur mál eru í gangi á kjara- og réttindasviði sem eru unnin með lögfræðingi Fíh. Staðan í þeim var kynnt fyrir stjórn.
  Afgreiðsla: Umræður.

 2. Fjárhagsáætlun. Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri kynnir uppfærða fjárhagsáætlun 2019.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 3. Drög að heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til 2030.
  Stjórn Fíh fjallaði um drög að heilbrigðiststefnunni. Umræður
  Afgreiðsla: Teknar voru saman athugasemdir við drögin sem skilað verður til fagsviðs en starfsmenn þess taka saman allar athugasemdir og sendir inn umsögn Fíh við drögin fyrir 19. desember næstkomandi.

 4. Umsókn um viðbótarstyrk til fagdeilda. Ein umsókn barst fyrir auglýstan lokafrest 15. nóvember.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 5. Heiðranir og viðurkenningar á aðalfundi Fíh 16. maí 2019
  Afgreiðsla: Heiðranir verða á aðalfundi 16. maí, og hefur stjórn ákveðið að 10 einstaklingar verða heiðraðir. Frekari útfærsla verður unnin á stjórnarfundi 15. janúar 2019.

Önnur mál

 1. Styrkveitingar. Stjórn ákveður að endurskoða vinnulag um almennar styrkveitingar á nýju ári.

Fundi slitið kl. 15:30.
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 15. janúar 2019 kl. 10:30.

Anna María Þórðardóttir ritari Fíh

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála