Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

7. fundur stjórnar Fíh 2018 – 2019

15. janúar 2019

þriðjudagurinn 15. janúar 2019 kl. 10:30-15:30

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Helena Eydal og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Gestir: Gunnar Helgason, Harpa Sævarsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð 6. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Hækkun sjúkradagpeninga hjá Styrktarsjóði Fíh samkvæmt erindi sjóðsstjórnar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 3. Rannsóknarstyrkir í tilefni 100 ára afmælis Fíh. Rannsóknarstyrkir sem taka mið af rannsóknum á hjúkrun Íslandi til viðbótar við árlega styrki úr B-hluta vísindasjóðs.
  Afgreiðsla: Frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Til kynningar

 1. Fjölmiðlaskýrslur 2017 og 2018 lagðar fram til kynningar.
  Afgreiðsla: Umræður

Til umræðu

 1. Fjárhagsáætlun. Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri kynnir uppfærða fjárhagsáætlun 2019.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Fréttir frá kjara- og réttindasviði.
  Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs og Harpa Sævarsdóttir sérfræðingur í kjaramálum sögðu frá helstu verkefnum á kjara- og réttindasviði. Niðurstöður könnunar á meðal hjúkrunarfræðinga um áherslur í kjarasamningum á vegum Maskínu voru kynntar. Farið var yfir fyrirhugaða fundarröð „í aðdraganda kjarasamninga“ um land allt nú í janúar og febrúar.
  Afgreiðsla: Umræður.

 3. 100 ára afmæli Fíh.
  Fíh fékk tilboð í þáttagerð frá Sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Um er að ræða tvo klukkustundar sjónvarpsþætti, annarsvegar um sögu hjúkrunar á Íslandi í 100 ár og hins vegar um sögusýninguna um hjúkrun sem verður í Árbæjarsafni.
  Afgreiðsla: Samþykkt að veita fjármagni í að framleiða þætti.

 4. Styrkveitingar hjá Fíh.
  Fíh hefur styrkt ýmis félagasamtök og málefni með fjárhagslegum stuðningi í formi styrktarlína og smærri upphæða. Farið var yfir styrkveitingar síðasta árs.
  Afgreiðsla: Umræður. Ákveðið að endurskoða framkvæmd á styrkveitingum.

 5. Orlofssjóður Fíh.
  Fjallað var um erindi stjórnar orlofssjóðs um verklag um úthlutunarlottó Orlofssjóðs Fíh fyrir félagsmenn með minna en 10 ára félagsaðild.
  Afgreiðsla: Samþykkt.
  Fjallað var um erindi formanns stjórnar orlofssjóðs Fíh um mögulega hagsmunaárekstra vegna leigu á eignum fyrir sjóðinn.
  Afgreiðsla: Stjórn setur skýrt verklag um leigu á eignum fyrir orlofssjóð.

 6. Val á heiðursfélögum Fíh.
  Ákveðið hefur verið að fjölga heiðursfélögum Fíh í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.
  Afgreiðsla: Stjórn ákvað að fjölgað verður um 10 heiðursfélaga. Aðalbjörg Finnbogadóttir, verkefnastjóri á fagsviði mun halda utan um verkefnið og auglýsa eftir tilnefningum, sbr. gæðaskjal Fíh.

Önnur mál

 1. Fyrirhuguð rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga. Óskað er eftir leyfi til að fá félagatal Fíh svo hægt sé að ná til allra vinnandi hjúkrunarfræðinga vegna rannsóknar sem mun fjalla um samband milli trausts og ábyrgðar meðal hjúkrunarfræðinga.
  Afgreiðsla: Samþykkt að afhenda félagalista í þessa rannsókn.


Fundi slitið kl. 15:30.
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl. 10:30.

Anna María Þórðardóttir ritari Fíh

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála