Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Umsögn um fæðingar- og foreldraorlof - breytingartillögur

15. mars 2019
Reykjavík 15. mars 2019

Velferðarnefnd Alþingis.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (fæðingarstyrkur vegna ættleiðingar). Þingskjal 275 – 257. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir andstöðu við þessar breytingatillögur.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að þarna er verið að opna fyrir ákveðna nýtingu á líkama kvenna til að ganga með börn fyrir aðra gegn gjaldi. Líkja má þessari breytingu við hugmyndir um staðgöngumæður með öðrum formerkjum. Að bjóða konum laun í sex mánuði fyrir að ganga með barn, fæða það og síðan gefa til ættleiðingar getur ýtt undir það að nýta fátækt kvenna til að afla tekna með því að „leigja“ líkama sinn til að ganga með barn fyrir aðra gegn gjaldi.
Í greinagerðinni kemur fram að þessi breyting eigi að vera leið til að fækka fóstureyðingum þar sem „fóstureyðing er erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur“. Ekki er minnst einu orði á þá erfiðu og þungbæru ákvörðun fyrir konur að gefa barn sitt frá sér sem ekki er síður erfið og reynir á. Fyrir það fengi hún greitt, fæðingarstyrk í sex mánuði, sem samkvæmt flutningsmönnum á að styðja konur í að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.
Félagið vill benda á að flutningsmenn þessa frumvarps eru eingöngu karlar.

Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála