Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

1. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

27. maí 2019

mánudaginn 27. maí 2019 kl. 09:00-12:00

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir. Í fjarfundi var Halla Eiríksdóttir.
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindamála.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð 11. fundar fráfarandi stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til kynningar

 1. Gæðaskjal: þóknun fyrir setu stjórnarmeðlima á fundum stjórnar Fíh
  Farið yfir samþykkt gæðaskjal frá aðalfundi 2018 um greiðslur fyrir stjórnarfundi og vinnu á milli funda.
  Afgreiðsla: Umræður og stjórn fer yfir starfsreglur stjórnar.

Til umræðu

 1. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar.
  Kjósa þarf í embætti í stjórn. Arndís Jónsdóttir bauð sig fram sem varaformaður, Halla Eiríksdóttir bauð sig fram sem gjaldkeri og Anna María Þórðardóttir sem ritari.
  Afgreiðsla: Stjórn greiddi atkvæði um hvert og eitt framboð. Frambjóðendur voru kosnir samhljóða.

 2. Fundaáætlun stjórnar og ákvörðun um aðalfund 2020
  Farið yfir fundaráætlun starfsársins og undirbúning fyrir aðalfund árið 2020.
  Afgreiðsla: Stjórn fór yfir dagssetningar og dagssetningu aðalfundar. Í samráði við fjármálastjóra var ákveðið að hafa aðalfund 7. maí 2020 en þá ættu endurskoðaðir reikningar ársins 2019 að liggja fyrir samþykktir.

 3. Helstu áherslur í starfi Fíh 2019-2020
  Farið var yfir starfsáætlun síðasta vetrar og hvað gekk vel og hvað mátti betur fara.
  Afgreiðsla: Ákveðið að hafa vinnufund stjórnar 22. ágúst n.k. þar sem starfsáætlun stjórnar verður mótuð nánar.

 4. Fjárhagsyfirlit fyrstu 3 mánaða 2019.
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir fjárhagsyfirlit fyrstu 3 mánaða ársins og bar saman við áætlun.
  Afgreiðsla: Rekstur í samræmi við áætlanir þó talsverð óvissa ríki vegna kjaraviðræðna.

 5. Staða núverandi kjaraviðræðna
  Trúnaðarmáli. Trúnaður ríkir milli beggja samningsaðila um stöðu kjaraviðræðna á meðan þær eru í gangi.
  Afgreiðsla: Umræður

 6. Heilbrigðisþjónustan í sumar og skortur á hjúkrunarfræðingum
  Ljóst er að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum mun hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana í sumar og þá sérstaklega á Landspítala. Fíh beitir sér í þeim þa þann hátt að halda kjaraviðræðum áfram með það að markmiði að bæta kjör, vinnutíma og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga.
  Afgreiðsla: Umræður.

Önnur mál

 1. Kostnaður vegna strætóskýla
  Kostnaður vegna auglýsingaherferðar á strætóbiðskýlum á höfuðborgarsvæðinu var 1,1 milljón. Alls voru settar auglýsingar á 100 strætóbiðskýli.

 2. 19. júní sögusýning Árbæjarsafni
  Sögusýning á Árbæjarsafni verður opnuð 19. júní kl. 15:00. Hún verður nánar auglýst þegar að nær dregur. Vonandi sjá sem flestir hjúkrunarfræðingar sér fært að mæta

 3. Karlmenn hjúkra
  Gísli Nils Einarsson fer yfir fjölmiðlaátak um karlmenn í kvennastéttum og hvernig átak annarra starfsstétta að auka hlut annars kynsins í ákveðnum starfsstéttum, t.d. hjá lögreglunni og í upplýsingatækni.
  Afgreiðsla: Verður unnið með áfram á vinnufundi stjórnar 22. ágúst.

 4. Golfmót hjúkrunarfræðinga verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi 20. júní


Fundi slitið kl. 12:00
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 10:30.

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála