Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

2. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

13.08.2019
herdis

Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 09:30-12:15

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir. Í fjarfundi var Halla Eiríksdóttir og Gísli Nils Einarsson.
Gestir: Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindamála.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð 1. fundar stjórnar var Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til kynningar

 1. Fréttir frá fundi og ráðstefnu ICN í Singapúr
  Edda Dröfn Daníelsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir segja frá fundi ICN sem haldinn var í Singapúr í júní. Helstu áherslur ICN á næsta ári er að árið 2020 hefur WHO tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, en einnig eru 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale. Fíh og Ljósmæðrafélag Íslands munu eiga samstarf vegna viðburða á árinu. Á ICN fundinum var einnig kynnt að á næsta ári mun birtast skýrsla sem ICN er að vinna með WHO sem kallast „State of the Nurse World Report“ en hún er um stöðu hjúkrunar um allan heim.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn Fíh styður samstarf félagsins við Ljósmæðrafélag Íslands og það að þessu ári verði gerð mjög góð skil. Einnig fagnar stjórnin fyrirhugaðri skýrslu frá ICN.

Til umræðu

 1. Áherslur á fagsviði.
  Edda Dröfn Daníelsdóttir lagði fram drög að áherslum á fagsviði fyrir næstu 12 mánuði. Helst er að nefna Hjúkrun 2019 á Akureyri nú í september. Einnig sagði hún frá áframhaldandi vinnu við yfirmann hjúkrunar (CNO) innan stjórnsýslunnar, stefnumótun með deild sérfræðinga í hjúkrun og málþing á næsta ári tengt því, erlent samstarf um áherslu á frekari stuðning við hjúkrunarnema og árið 2020 ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn fagnar þessum verkefnum.

 2. Staða mála á kjarasviði og staða núverandi kjaraviðræðna.
  Gunnar Helgason fór yfir mál í vinnslu á kjara- og réttindasviði og lagði fram minnisblað um það. Kjaraviðræður hafa verið í hléi nú í sumar eins og kynnt var í júní. Skv. viðræðuáætlun hefjast viðræður aftur í þessari viku og stefnt er að því að ljúka samningum engu síður en 15. september 2019.
  Afgreiðsla: Umræður um tímamörk mála og hvernig hægt er að styðja við kjara- og réttindasvið í kjaraviðræðum.

 3. Starfsáætlun stjórnar
  Stjórn mun hafa vinnufund 18. september n.k. þar sem farið verður yfir verkefni komandi vetrar, þeim forgangsraðað og sett markmið. Bæta þarf við einum fundi stjórnar vegna endurskoðunar á reikningum félagsins fyrir aðalfund þann 28. apríl.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórnarmenn munu hittast og undirbúa vinnufund.

Önnur mál

 1. Karlmenn hjúkra
  Gísli Nils Einarsson fór yfir stöðuna á verkefninu karlmenn hjúkra og hvernig hægt er að efla það enn frekar. Hann lagði fram ítarlega samantekt á stöðunni í dag, rannsóknum á efninu og hvað hefur verið gert fram að þessu. Hann lagði til að sett verði fram markmið og aðgerðaráætlun.
  Afgreiðsla: Umræður, farið var yfir hvers má vænta, tímalengd verkefnis og stöðu á þeim verkefnum sem eru í gangi. Fengnar verða nánari upplýsingar um stöðu verkefna. Ákveðið er að halda fund með fulltrúum hjúkrunarfræðideilda Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands og fá þá til liðs við verkefnið.

 2. Patient Safety Day – 17. september – Fíh mun vekja athygli á deginum með myndbandi og skrifum í blöðin þar sem öryggi sjúklinga verður sett í sviðsljósið.
  Afgreiðsla: Stjórn samþykk þessu. Verður nánar útfært af starfsmönnum fagsviðs með aðkomu stjórnar ef þarf.


Fundi slitið kl. 12:15
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 09:00.

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála