Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

17. september 2019

Þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 10:30-13:00

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Gísli Nils Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Halla Eiríksdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir.
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri, Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindamála og Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð 2. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til kynningar

 1. Áætlun heilbrigðisráðuneytis og ríkisstjórnar um menntunar- og mönnunarmál.
  Búið er að setja á laggir þrjár nefndir um menntun heilbrigðisstétta í ráðuneyti, þ.e. hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, sjúkraliða og sérfræðinám lækna. Fjórði hópurinn var einnig skipaður sem er um mönnunarmál heilbrigðisstétta. Í þeim hópi eru 2 fulltrúar heilbrigðisráðuneyti og 2 fulltrúar fjármálaráðuneyti. Allir þessir hópar eiga að skila niðurstöðum í desember.
  Afgreiðsla: Umræður.

 2. Endurnýjun stefnu Fíh í kjölfar heilbrigðisstefnu til 2030
  Aðalbjörg Finnbogadóttir mun leiða vinnu varðandi endurnýjun stefnu Fíh í kjölfar nýrrar heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030. Anna María Þórðardóttir verður fulltrúi stjórnar í þessari vinnu.
  Afgreiðsla: Umræður. Formaður skipar vinnuhóp með þeim og fleiri hjúkrunarfræðingum.

Til umræðu

 1. Rekstraryfirlit Fíh fyrstu 7 mánuði ársins
  Sólveig Stefánsdóttir fór yfir rekstrarstöðu félagsins sem er í góðu jafnvægi. Breytingar hafa orðið á kostnaði vegna afmælisársins sem og kostnaði vegna innleiðingar á skjalavistunarkerfi á skrifstofu Fíh.
  Afgreiðsla: Umræður.

   

 2. Staða núverandi kjaraviðræðna og önnur verkefni kjara- og réttindasviðs.
  Gunnar Helgason fór yfir mál í vinnslu á kjara- og réttindasviði og lagði fram minnisblað um það. Hann fór jafnframt ítarlega yfir stöðu kjaraviðræðna og möguleg næstu skref og hvers má vænta næstu 2-3 vikurnar.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn styður kjara- og réttindasvið og samninganefnd eins og þörf er á.

 3. Áherslur á fagsviði
  Edda Dröfn Daníelsdóttir fór yfir verkefni sem framundan eru á fagsviði, en ráðstefnan Hjúkrun 2019 verður haldin í næstu viku. Einnig er framundan vinna við endurnýjun stefnu Fíh og undirbúningur fyrir ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra 2020.
  Afgreiðsla: Umræður.

Önnur mál

 1. Ný heilbrigðisstefna til 2030
  Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónusta til 2030 og verður hún notuð til hliðsjónar við endurskoðun á stefnu Fíh.
  Afgreiðsla: Umræður

   

 2. Karlmenn hjúkra – staða á styrkveitingum
  Gísli leggur fram fyrirspurn um það hversu margir hafa sótt um styrk til félagsins vegna átaksins að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Sex karlkyns hjúkrunarnemar hafa sótt um styrk fyrir sl. námsár gegn staðfestingu á námsframvindu.Fundi slitið kl. 14:00
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 08. október 2019 kl. 10:30

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála