Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

4. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

8. október 2019
þriðjudaginn 08. október 2019 kl. 08:30-13:00

Mættir: Anna María Þórðardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal og Hildur Björk Sigurðardóttir. Í fjarfundi var Halla Eiríksdóttir og Gísli Nils Einarsson. Fjarverandi var Arndís Jónsdóttir.
Gestir: Herdís Lilja Jónsdóttir vef- og verkefnastjóri og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs.

Til afgreiðslu

Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð 3. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar. Afgreiðsla: Samþykkt.

Til kynningar

 1. Afmælishátíð í Hörpu 15. nóvember 2019.
  Miðasalan fór vel af stað strax í byrjun en 800 miðar eru í boði. Viðburðurinn er aðeins fyrir hjúkrunarfræðinga í Fíh.
  Afgreiðsla: Umræður og ánægja með hversu mikinn áhuga félagsmenn hafa á viðburðinum.

 2. Starfsmat Landspítala vegna jafnlaunavottunar – athugasemdir Fíh
  Gunnar Helgason fór yfir athugasemdir Fíh við starfsmatskerfi Landspítala vegna jafnlaunavottunar. Athugasemdir lúta helst að því hvort verið sé að meta stöður eða stéttir en ekki virði starfa.
  Afgreiðsla: Umræður.

Til umræðu

 1. Staða núverandi kjaraviðræðna og önnur verkefni kjara- og réttindasviðs.
  Kjaraviðræður ganga hægt, en framgangur viðræðna er trúnaðarmál. Fréttatilkynningar hafa verið settar reglulega til félagsmanna um stöðu viðræðna og verður svo áfram.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn styður kjara- og réttindasvið og samninganefnd eins og þörf er á.&

 2. Nýtt skjalavistunarkerfi Fíh
  Innleiðing nýs skjalavistunarkerfis Fíh er stórt og umfangsmikið langtímaverkefni. Skjalavistunarkerfið er í WorkPoint sem fyrirtækið Spektra sér um. Verið er að undirbúa nýjan málalykil sem þarf að ná yfir allt skjalakerfi félagsins og stilla aðgangsheimildir einstakra starfsmanna og ytri aðila. Innleiðing hefst í nóvember.
  Afgreiðsla: Umræður.

 3. Starfsáætlun stjórnar
  Farið yfir starfsáætlun stjórnar frá í september síðastliðinn Farið var yfir stöðu verkefna og verkefni sem þarf að vinna nú á milli funda.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn skipti með sér verkum.

 4. Ráðstefnan Hjúkrun 2019
  Mikil ánægja er með ráðstefnuna. Ábendingar hafa borist vegna húsnæðis, mætingu í vinnusmiðjur ofl. og verða þær nýttar við frekari skipulagningu félagsins á svona viðburðum.
  Afgreiðsla: Umræður. Sviðsstjóri fagsviðs hefur þegar fengið ábendingarnar.

 5. Karlmenn í hjúkrun
  Stjórn Fíh hitti formenn hjúkrunarfræðideilda Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri í Hofi þann 26. september sl. Mikill áhugi allra aðila er á verkefninu og ákveðið var að setja saman nefnd þar sem aðilar frá Fíh, HÍ og HA munu vinna enn frekar að fjölgun karlmannan í hjúkrun. Fíh mun leiða þá vinnu.
  Afgreiðsla: Umræður. Sviðsstjóri fagsviðs mun leiða verkefnið og boða hlutaðeigandi til fyrsta fundar í nóvember.

 6. Drög að nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu
  Drög að nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu voru lögð inn í samráðsgátt fyrir nokkru síðan en þar er leitast við að endurspegla heilbrigðisstefnu til 2030. Talsverðar breytingar eru á lögunum sem stjórn Fíh hefur alvarlegar athugasemdir við.
  Afgreiðsla: Fíh mun senda inn athugasemdir við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda.

Önnur mál

 1. Jólakortastyrkur
  Undanfarin á hefur stjórn Fíh styrkt ýmis félagasamtök árlega í stað þess að senda félagsmönnum jólakort. Árið 2018 var ákveðið að endurskoða fyrirkomulag styrkja almennt og því var ekki veittur slíkur styrkur fyrir árið 2018.
  Afgreiðsla: Fíh mun hætta ofangreindri styrkveitingu en ráðstafa áætlaðri upphæð í annars konar styrki á vegum félagsins í framtíðinni. 

 

Fundi slitið kl. 14:00
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 05. nóvember 2019 kl. 10:30

 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála