Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

6. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

10. desember2019

Þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 10:30-16:00

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helena Eydal (varamaður), Hildur Björk Sigurðardóttir og Gísli Nils Einarsson. Anna María Þórðardóttir og Halla Eiríksdóttir voru í fjarfundi.
Gestir: Herdís Lilja Jónsdóttir vef- og verkefnastjóri, Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri, Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi og Harpa Júlía Sævarsdóttir sérfræðingur í kjaramálum.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar
  Fundargerð 5. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu

 1. Nýtt upplýsinga- og skjalavistunarkerfi
  Herdís L. Jónsdótttir vef- og verkefnastjóri kynnti nýtt upplýsinga- og skjalavistunarkerfi sem verður innleitt hjá Fíh í byrjun nýs árs.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn styður verkefnið og fagnar því að kerfið sé endurnýjað. Það samræmist persónuverndarlögum, á að tryggja frekari öryggi og aðgengi ganga, samræma verklag og skilgreina ábyrgð.

 2. Árið 2020 og aðrar fréttir frá fagsviði
  Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs kynnti sérstaka fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 sem Alþjóðaheilbrigðissstofnunin (WHO) helgar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Fíh mun vekja athygli á árinu sérstaklega og vera með viðburði, m.a. í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Jafnframt voru kynnt verkefni nýstofnaðrar nefndar um að fjölga karlmönnum í hjúkrun og er það samstarfsverkefni, undir handleiðslu Fíh, með hjúkrunarfræðideildum Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og Landspítala. Edda og Gísli Nils Einarsson sögðu frá fundi sem þau áttu með fulltrúum Lögreglunnar í Reykjavík en embættið hefur farið í sérstakt átaksverkefni til að fjölga konum í lögreglunni.
  Afgreiðsla: Umræður um árið 2020 og skoðaðar frekari hugmyndir og fyrirhugaður kostnaður. Stjórn tekur ákvörðun um framhaldið við afgreiðslu á fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020. Stjórn fagnar störfum nefndarinnar um að fjölga karlmönnum í hjúkrun og styður áfram verkefnið.

 3. Staða núverandi kjaraviðræðna
  Eva Hjörtína Ólafsdóttir og Harpa Júlía Sævarsdóttir fóru yfir stöðu kjaramála í dag. Viðræður hafa verið í gangi en ganga mjög hægt. Samninganefnd Fíh hefur leitað leiða í viðræðunum til að ná fram markmiðum félagsins í samningagerðinni. Þolinmæði félagsmanna er á þrotum en ennþá er grundvöllur fyrir samtali og á meðan hann er, mun samninganefndin reyna til þrautar. Á meðan að samtal á sér stað, ríkir trúnaður milli samningsaðila og því ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn Fíh styður heils hugar vinnu og áherslur samninganefndarinnar.

 4. Umsókn um viðbótarstyrki til fagdeilda
  Borist hafa umsóknir um tvo viðbótastyrki og eru þeir frá fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga.
  Afgreiðsla: Umræður. Viðbótarstyrkir samþykktir.

 5. Félagssjóður 2020 og yfirlit sjóða 2019
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir yfirlit sjóða og áætlun Félagssjóðs fyrir 2020.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn samþykkti fjárhagsáætlun Félagssjóðs fyrir 2020.

 6. Hækkun styrkja styrktar- og starfsmenntunarsjóða
  Stjórnir styrktarsjóðs og starfsmenntunarsjóðs óska eftir að núverandi styrktarupphæðir verða hækkaðar á næsta ári. Áætlað er að styrktarsjóður hækki sinn styrk úr 45.000 kr. í 50.000 kr og starfsmenntunarsjóður úr 50.000 kr. í 55.000 kr.
  Afgreiðsla: Umræður. Stjórn Fíh staðfestir ákvarðanir ofangreindra stjórna.

 

Önnur mál

Fundi slitið kl. 14:00
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 14. janúar 2019 kl. 10:30

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála