Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

7. fundur stjórnar Fíh 2019 – 2020

11. febrúar 2020

þriðjudaginn 11. febrúar 2019 kl. 08:30-14:30

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, Hildur Björk Sigurðardóttir og Anna María Þórðardóttir. Halla Eiríksdóttir var í fjarfundi, Gísli Nils Einarsson boðaði forföll.

Gestir: Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri, Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, Eva Hjörtína Ólafsdóttir kjararáðgjafi, Harpa Júlía Sævarsdóttir sérfræðingur í kjaramálum, Sigríður Elísabet Árnadóttir og Brynja Dröfn Jónsdóttir fulltrúar samninganefndar Fíh.

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar
  Fundargerð 6. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu

 1. Merki deildar sérfræðinga í hjúkrun
  Deild sérfræðinga í hjúkrun leggur fram nýtt merki félagsins til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Stuðningur við Mænuskaðastofnun Íslands
  Auður Guðjónsdóttir falast eftir stuðningi Fíh í formi bréfs til frú Elizabeth Iro CNO hjá WHO til að vekja athygli á þörf á alþjóðarannsóknum á mænuskaða og meðferðum við honum. Afgreiðsla: Bréfið barst í morgun og hefur stjórn því ekki haft tækifæri til að kynna sér innihald þess enn. Stjórn mun kynna sér málið og afgreiða á verkefnavef fyrir næsta fund.

 3. Árið 2020 og staða á fagsviði
  Edda Dröfn Daníelsdóttir fór yfir uppgjör kostnaðar vegna 100 ára afmælisársins. Hún fór yfir verkefni sem búið er að ákveða í tengslum við árið 2020 sem unnið er í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Sextánda janúar sl. var fyrsti viðburðurinn í Hallgrímskirkju. Aðrir viðburðir sem verða á árinu eru m.a. hlaðvarp Fíh, kostuð umfjöllun um hjúkrunarfræðinga og eða ljósmæður, kynning í tengslum við SoWN skýrslu ICN og WHO um stöðu hjúkrunar í heiminum, mönnun, menntun o.fl., hjúkrunarbúðir í tengslum við alþjóðadag hjúkrunar 12. maí, hlaupaviðburðir, bíóferðir, margnota kaffimál, bíósýningar og málþing í nóvember. Önnur á fagsviði sem liggja fyrir er uppfærsla á stefna Fíh sem lögð verður fyrir félagsmenn að vinna frekar með á Hjúkrunarþingi 30. apríl á Grand Hótel. Áframhaldandi vinna við fjölgun karlmanna í hjúkrun, ýmis námskeið og fræðsla sem hefur vakið mikla ánægju hjá félagsmönnum.
  Afgreiðsla: Umræður um árið 2020. Stjórn lýsir ánægju með fjölbreytta viðburði sem fyrirhugaðir eru á árinu.

 4. Félagssjóður 2020 og yfirlit sjóða 2019
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir yfirlit sjóða og áætlun Félagssjóðs fyrir 2020. Huga þarf að endurskoðun fjárfestinga sjóða en vaxtastig á Íslandi fer lækkandi og má búast við að raunávöxtun verði jafnvel neikvæði vegna verðbólgu. Farið var yfir mismunandi kosti við fjárstýringu sjóðanna, farið yfir mismunandi kosti. Taka þarf afstöðu til áhættusækni sjóðanna.
  Afgreiðsla: Umræður. Ekki þörf á að taka afstöðu til breytinga á fjárstýringu fyrr en á næsta fundi í mars.

 5. Kjarasvið og staða samningamála
  Gunnar Helgason ásamt starfsmönnum kjara- og réttindasviðs og fulltrúum Fíh í samninganefnd fóru yfir innihald vinnu við styttingu á vinnuviku vaktavinnumanna og breytingar á vaktakerfi. Farið yfir stöðu samningamála. Trúnaður ríkir um stöðu samninga en fréttir eru færðar af framvindu eins og hægt er.
  Afgreiðsla: Umræður.

 6. Drög að mannauðs- og launastefnu
  Farið yfir vinnuskjal um drög að mannauðs- og launastefnu.
  Afgreiðsla: Umræður. Vinnuskjalið verður uppfært m.t.t. athugasemda og áframhaldandi vinna við stefnuna verður á verkefnavef.

Önnur mál

 1. Anna María Þórðardóttir vakti athygli á þingmálaskrá dómsmálaráðherra en áætlað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 um ábyrgð lögaðila. Það þýðir að hægt er að kæra lögaðila í stað einstakling t.d. ef eitthvað fer úrskeiðis í veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta er mikið framfaraskref og skref í rétta átt til að vernda starfsmenn og opna öryggismenningu.

Fundi slitið kl. 13:30
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 10:30


 

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála