Hjukrun.is-print-version

8. fundur stjórnar Fíh 2019 - 2020

RSSfréttir
17. mars 2020

þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 09:00-12:30

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, og Anna María Þórðardóttir. Halla Eiríksdóttir og Gísli Nils Einarsson var í fjarfundi. Guðbjörg Pálsdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir boðuðu forföll.

Gestir: Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs.

 

Til afgreiðslu

 1. Fundargerð síðasta fundar
  Fundargerð 7. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
  Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu

 1. Fjárstýring o.fl. – Sólveig Stefánsdóttir
  Ákvörðun um endurskoðun á fjárfestingum sjóða var frestað á sl. fundi en skv. fyrirliggjandi upplýsingum þá hefur vaxtastig á Íslandi farið lækkandi og mátti búast við að raunávöxtun yrði jafnvel neikvæði vegna verðbólgu. Í ljósi ástands í hagkerfi heimsins tekur stjórn ákvörðun um að breyta engu að svo stöddu, en miðað við stöðuna er núverandi fjárfestingastefna Fíh með skuldabréfum áhættuminni en að fara meira inn á hlutabréfamarkað.
  Afgreiðsla: Fjárfestingastefna verður tekin að nýju upp í haust og endurskoðuð.

 2. Staða mála á fagsviði og kynning á viðbragðsáætlun á skrifstofu Fíh
  Edda Dröfn Daníelsdóttir fór yfir viðbragðsáætlun Fíh vegna COVID-19. Búið er að senda helming starfsmanna til vinnu heima og verður fyrirkomulagið þannig a.m.k. til að byrja með. Beint er til félagsmanna að að nota rafrænar lausnir og hringja frekar en að koma á skrifstofu til að draga úr smitleiðum. Hópurinn um karlmenn í hjúkrun sem að koma fulltrúar frá Fíh, HA og HÍ er að undirbúa umsókn um styrk til jafnréttissjóðs. Verkefnið er í vinnslu til samræmis við markmið þess þ.e. að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Einnig er verið að vinna starfslýsingu fyrir CNO, en það hefur verið sett í bið vegna aðstæðna. Árið 2020 er einnig í bið vegna aðstæðna. Hjúkrunarþingið 30. apríl er einnig í óvissu. Skoða þarf hvort undirbúa þurfi mögulega breytingu á dagssetningu aðalfundar.
  Afgreiðsla: Umræður.

 3. Staða núverandi kjaraviðræðna
  Gunnar Helgason sýnir kynningarpakka BSRB á nýjum kjarasamningum. Farið yfir stöðu viðræðna.
  Afgreiðsla: Umræður.

 4. Starfsáætlun stjórnar
  Farið yfir starfsáætlun og einstök atriði rædd.
  Afgreiðsla: Umræður. Farið yfir starfsmanna- og launastefnu sem er í vinnslu.

 5. Kjör til stjórnar og nefnda Fíh
  Kjósa á um þrjá aðalmenn og einn varamann í stjórn og tvo í ritnefnd. Hægt er að bjóða sig fram til 30. mars 2020.
  Afgreiðsla: Umræður.

Önnur mál

Orlofshúsnæði á tímum COVID-19. Setja tilmæli á heimasíðu til leigutaka að orlofshúsnæði er ekki notað í sóttkví. Ef smit greinist í dvöl eða í kjölfar dvalar þarf að láta Fíh vita tafarlaust. Óska eftir frekari leiðbeiningum frá sóttvarnalækni/EL varðandi útleigu á orlofshúsnæði. 


Fundi slitið kl. 12:30
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 28. apríl 2020 kl. 10:30

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála