Hjukrun.is-print-version

10. fundur stjórnar Fíh 2019-2020

RSSfréttir
28. apríl 2020

þriðjudaginn 28. apríl 2020 kl. 10:30-14:30

Mættir í fjarfundi: Arndís Jónsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, Anna María Þórðardóttir, Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir og Gísli Nils Einarsson. Guðbjörg Pálsdóttir vék af fundi þegar búið var að fara yfir stöðu kjaramála.
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri, Fríða Einarsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðendur BDO, Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðsstjóri fagsviðs

Til afgreiðslu 

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 8. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu

2. Endurskoðun ársreikninga ársins 2019.
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir ársreikning og Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðandi frá BDO kynnti endurskoðunarskýrslu og niðurstöður endurskoðunar.
Afgreiðsla: Umræður, athugasemdalaus endurskoðaður ársreikningur undirritaður af meirihluta stjórnar.

3. Staða kjaramála
Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir á morgun. Viðræður við Reykjavíkurborg eru hafnar. Væntingar hj.fr. til hækkunar grunnlauna miklar en ekkert í boði annað en lífskjarasamningurinn. Viðræður sl. mánuði færðu okkur bókun 5 í kjarasamningi sem er nú til atkvæðagreiðslu.
Afgreiðsla: Umræður.

4. Fréttir af fagsviði
Edda Dröfn Daníelsdóttir fer yfir verkefni fagsviðs. Sagði frá samstarfi við Capacent um jafnréttisvísi varðandi verkefnið karlmenn í hjúkrun. Einnig er búið að leggja inn umsókn til jafnréttissjóðs um styrk til verkefnisins. Áform um kynningar í kringum 12. maí sem er alþjóðadagur hjúkrunar í samstarfi við Brandenburg auglýsingastofu kynnt. Edda Dröfn kynnti skýrsluna „State of the World´s Nursing“ sem WHO, ICN og Nursing Now standa að.
Afgreiðsla: Umræður.

5. Frestun á aðalfundi til 17 september – til samþykktar
Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi til 17. september. Óskað hefur verið eftir því að framlengja stjórnarsetu og setu í nefndum og ráðum framlengd. 2 í ritnefnd
Afgreiðsla: .Samþykkt af öllum


Fundi slitið kl. 14:30
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 13:00 að Suðurlandsbraut 22

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála