Hjukrun.is-print-version

11. fundur stjórnar Fíh 2019-2020

RSSfréttir
26. maí 2020

þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 13:00-16:00

Mættir: Arndís Jónsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Helena Eydal, Anna María Þórðardóttir, Halla Eiríksdóttir og Hildur Björk Sigurðardóttir. Gísli Nils Einarsson var í fjarfundi.
Gestir: Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs

Til afgreiðslu

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 10. fundar stjórnar Fíh lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt.

Til umræðu

2. Fréttir af fagsviði.
Edda Dröfn Daníelsdóttir kynnir verkefni sem fagsvið er að vinna með auglýsingastofunni Brandenburg varðandi kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga og eflingu á ímynd þeirra í samfélaginu. Grunnurinn byggist annars vegar á að hjúkrunarfræðingar eru til staðar frá vöggu til grafar, á öllum stigum lífsins og hins vegar börn að segja frá foreldrum sínum sem eru hjúkrunarfræðingar.
Afgreiðsla: Umræður

3. Staða núverandi kjaraviðræðna
Kjaraviðræður ganga mjög hægt og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að það muni slitna upp úr samningaviðræðum. Ef til þess kemur þarf samþykki stjórnar til að hægt sé að fara í kosningu um boðun á verkfalli. Hafin er óformlegur undirbúningur að verkfalli. Engu að síður eru viðræður enn í gangi og samninganefnd er hjá Ríkissáttasemjara núna. Alls hafa sjö fundir verið haldnir frá því samningar voru felldir.
Afgreiðsla: Umræður. Stjórnarmeðlimir mjög vonsviknir yfir stöðu mála, munu hittast ef til þess kemur að samningaviðræðum verður slitið.

4. Launastefna
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla: Umræður

5. Starfsáætlun stjórnar
Farið yfir vinnuskjal stjórnar.
Afgreiðsla: Umæður

Fundi slitið kl. 15:30
Næsti fundur stjórnar er áætlaður þriðjudaginn 01. september 2020 kl. 10:30 að Suðurlandsbraut 22
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála