Hjukrun.is-print-version

Fundur formanna fag-og landsvæðadeilda október 2020

RSSfréttir
28. október 2020

Fundur formanna fag-og landsvæðadeilda haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 28. október 2020, kl. 14:00-15:30.

Mættir: Edda Dröfn Daníelsdóttir sviðstjóri fagsviðs, Aðalbjörg Finnbogadóttir verkefnastjóri fagsviðs, Ásta Thoroddsen formaður fagdeildar um upplýsingatækni, Ásta Rut Ingimundardóttir meðstjórnandi deild hjúkrunarfræðinga á Suðurlandi, Halldóra Hálfdánardóttir verðandi formaður fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga, Guðrún Jónsdóttir formaður fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga, Helga Bragadóttir varaformaður fagdeildar hjúkrunarstjórnenda, Kristbjörg Jóhannsdóttir formaður fagdeildar þvagfærahjúkrunarfræðinga, Marianne Klinke formaður fagdeildar vísindarannsakenda, Rut Gunnarsdóttir formaður fagdeildar sykursýkishjúkrunarfræðinga, Soffía Hauksdóttir formaður fagdeildar skurðhjúkrunarfræðinga, Steinunn Sigurðardóttir formaður Öldungadeildar. Karítas Gunnarsóttir formaður fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga komst ekki á fundinn en sendi fundinum skýrslu frá starfsemi deildarinnar og ástandinu á Barnaspítala Hringsins.

Dagskrá fundarins

Kl. 14:00-14:10. Fagsvið Fíh- helstu áherslur haust 2020. Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs
Edda bauð fundarmenn velkomna og sagði í stórum dráttum frá verkefnum fagsvið. Vegna aðstæðna í samfélaginu er ekki hægt að halda úti venjubundnu starfi fagsviðs hvað viðkemur námskeiðum og fræðslu fyrir félagsmenn. Í boði hafa verið fyrirlestrar á vefsvæði félagsins.

Edda kallaði eftir hugmyndum að fleiri fyrirlestrum. Einnig kallaði hún eftir fleiri sögum af starfi hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum og þá sérstaklega frá landsbyggðinni. Sögurnar eru bæði fróðlegar og skemmtilegar auk þess að hafa einnig sögulegt gildi þegar frá líður.

Edda sagði frá skýrslu sem WHO sendi frá sér í apríl sl. um stöðu og mikilvægi hjúkrunar í heiminum. Skýrslan State of the World‘s Nursing 2020; Investing in education, jobs and leadership, kortleggur í fyrsta sinn hjúkrun á heimsvísu og kemur með tillögur að breytingu varðandi menntun, starfsmöguleika, starfsumhverfi, leiðtogahæfni og launakjör hjúkrunarfræðinga. Skýrslan var unnin í samvinnu við ICN.
Kynning á störfum hjúkrunarfræðinga á Instagram. Þetta hefur verið gert á Landspítala. Fannst Eddu það áhugavert og gott tækifæri til að kynna hjúkrunarfræðinga og störf þeirra. Spurning hvort félagið geri svipaða hluti.

Kl. 14:10-14:20. Stefna Fíh í heilbrigðismálum. Aðalbjörg Finnbogadóttir, verkefnastjóri á fagsviði
Aðalbjörg sagði frá vinnu sinni við að uppfæra stefnu Fíh í hjúkrunar-og heilbrigðismálum til 2030. Uppfærslan miðar við heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Aðalbjörg er í samvinnu við fagdeildir stjórnanda, sérfræðinga í hjúkrun og vísindarannsakenda varðandi þessa vinnu. Hún mun hafa samband við fleiri fagdeildir þegar líður á vinnuna. Gert er ráð fyrir að stefna Fíh til 2030 verði lög fyrir aðalfund félagsins í maí á næsta ári til samþykktar eða synjunar.

Kl. 14:20-15:20. Formenn fag- og landsvæðadeilda á tímum COVID-19
Almennt má segja að allt starf fagdeilda hafi farið meira og minna úr skorðum á þessu ári. Aðalfundum hefur verið frestað, fræðslufundum, ráðstefnum og málþingum svo og öðrum viðburðum sem voru áætlaðir á vegum fagdeildanna. Sumar fagdeildar hafa fundað í gegnum fjarfundabúnað. Soffía sagði frá því að fyrirhugað væri að halda rafrænan aðafund fagdeildar skurðhjúkrunarfræðinga í næstu viku. Það er í lagi. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga hyggst fresta sínum aðalfundi fram á næsta ár og halda þá veglegan fund. Fleiri fagdeildir hyggjast fresta sínum aðalfundum til næsta vors. Deild hjúkrunarfræðinga á Suðurlandi náði að halda sinn aðalfund í maí sl. en ekki náðist að kjósa nýjan formann.

Karítas Gunnarsdóttir, formaður fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga tók fram í skýrslu sinni að óvenju lítið var að gera á barnaspítalanum í fyrstu bylgju, bæði vegna þess að leikskólar höfðu verið í verkfalli skömmu áður og svo þar sem mörg börn voru mikið heima vegna COVID og fengu því ekki aðrar pestir s.s. rotaveiru sem gengur mikið á milli barna í apríl/maí en núna í þriðju bylgju hefur verið meira að gera. Undanfarið hefur verið mikið álag hefur verið á vökudeild vegna mæðra sem eru ýmist í sóttkví eða smitaðar af covid. Nokkrir starfsmenn af barnadeildum hafa skráð sig í bakvarðasveit og nú eru nokkrir tímabundið eingöngu að vinna á deildum sem sinna covid sjúklingum
Engar innlagnir hafa verið vegna COVID – mest hafa verið rúmlega 200 börn smituð á sama tíma af COVID og hafa flest þeirra verið með lítil eða engin einkenni. Mjög lítið hlutfall sa 5 -6 á hverjum tíma með veruleg einkenni. Engar innlagnir hafa verið vegna COVID.

Steinunn Sigurðardóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunafræðinga sagði að lítil starfssemi hefur verið í deild öldunga og reynt hefur verið að boða til aðalfundar þrisvar sinnum en það hefur ekki tekist að halda hann. Deildin átti 40 ára afmæli 20. október síðast liðinn en hefur frestað veisluhöldum um óákveðinn tíma.

Fram kom að mikið álag er og hefur verið á öllum heilbrigðisstofnunum á árinu. Rut lýsti álaginu á heilsugæsluna sem hefur verið gífurlegt. Það góða við þetta ástand er þó það að miklar framfarir hafa verið á mörgum stöðum og má þar nefna sérstaklega í skráningu í Sögukerfið. Hjúkrunarfræðingar gera sér vel grein fyrir ábyrgð sinni og hafi haldið sig til hlés utan vinnu til að geta stundað sína vinnu.

Helga sagði að flestir félagsmenn fagdeildar stjórnenda væru deildarstjórar á Landspítala. Þar hefðu þeir vettvang til að deilda reynslu sinni á þessum fordæmalausu tímum. Hugmynd væri uppi hjá þeim að gera rannsókn meðal stjórnenda í hjúkrun á tímum heimsfaraldurs. Spurði hvort deildin gæti fengið styrk frá Fíh í það verkefni. Edda sagði frá umræðu um að félagið gerði rannsókn á líðan hjúkrunarfræðinga á þessum tímum. Marianne nefndi mikilvægi erlends samstarfs við rannsóknir á þessum tímum. Það þyrfti nauðsynlega fleiri rannsóknir. Sagði hún að því miður væru engin úrræði fyrir skyndiverkefni eins og t.d. rannsóknir á þessu ástandi. Það þyrfti að endurskoða rannsóknarumhverfið hér á landi. Mikilvægt væri t.d. að skoða skráningu hjúkrunar, álag á hjúkrunarfræðinga og starf deildarstjóra á þessum tímum.

Ásta Thor upplýsti að Embætti landlæknis væri búið að ákveða að taka upp ICNP skráningakerfið í hjúkrun í stað NANDA og NIC. Taldi hún mikilvægt að kynna vel ICNP fyrir hjúkrunarfræðingum og sá í því sambandi fræðslu í gegnum fagdeildirnar sem góðan vettvang til þess. Vonaðist hún til að eiga gott samstarf við þær á næsta ári.

Fram kom spurning varðandi árlega styrki til starfsemi fagdeilda, hvort hægt væri að flytja þá fram á næsta ár þar sem deildarnar hafa ekki getað haldi úti neinni starfsemi á árinu. Næsta ár fengju þær þá tvöfaldan styrk. Edda mun skoðar það mál.

Kl.15:20-15:30. Samantekt og fundarslit.
Edda þakkaði fundarkonum fyrir góðan og upplýsandi fund. Næsti fundur verður haldinn í febrúar og verður hann boðaður síðar.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála