Hjukrun.is-print-version

10. fundur stjórnar Fíh 2020 – 2021

RSSfréttir
14. apríl 2021

miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 09:00-12:25 - fjarfundur


Mættir: Arndís Jónsdóttir, Gísli Níls Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Gunnarsdóttir.

Til afgreiðslu:

1. Fundargerð síðasta fundar.
Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt.

Til umræðu:

2. Breytingar á lögum Fíh.
Stjórn fer ítarlega yfir lög félagsins. Umræður. Stjórn kemur fram með athugasemdir sem verður unnið með áfram og borið undir lögfræðing. Breyttar lagareglur verða í kjölfarið lagðar fyrir félagsmenn á aðalfundi Fíh þann 12. maí næstkomandi ef covid aðstæður í samfélaginu leyfa.
Afgreiðsla: Unnið verður með lög Fíh áfram.

3. Breyting á iðgjöldum.
Formaður fer yfir iðgjöld félagsmanna með stjórn. Aðrar sambærilegar starfsstéttir sem vinna vaktavinnu greiða iðgjöld af heildarlaunum ekki dagvinnulaunum líkt og hjá Fíh. Í dag greiða félagsmenn 1,35% af dagvinnulaunum sínum í iðgjald og 1,15% í vinnudeilusjóð. Umræður.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að leggja fyrir aðalfund tillögu um að heildariðgjöld félagsmanna Fíh verði 0,9% og að tekið verði mið af heildarlaunum ekki dagvinnulaunum.


4. Dagbók Fíh.
Útgáfa dagbókarinnar hefur breyst undanfarin ár. Áður fyrr voru sendar út dagbækur á alla félagsmenn en síðustu tvö ár hefur verið tekið á móti óskum félagsmanna um að fá sendar dagbækur. Rætt um að fara í skoðanakönnun meðal félagsmanna um vilja til að fá dagbækur áfram þar sem málið kemur að sjálfbærni og umhverfisvernd Fíh. Rætt einnig um möguleika á appi fyrir hjúkrunarfræðinga. Umræður.
Afgreiðsla: Stjórn sammála um að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna. Dagbókin verður gefin út í einhvern tíma í viðbót og munu félagsmenn þá biðja sjálfir um dagbókina. Málinu verður fylgt eftir af stjórn.

Önnur mál

5. Vinnuvernd hjúkrunarfræðinga.
Vinnuverndarskóli Íslands hefur verið með námskeið tengd vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Farið er yfir möguleikann á að búa til efni sem varða vinnuvernd og öryggi hjúkrunarfræðinga. Rætt um námskeið fyrir félagsmenn og samstarf við Vinnuverndarskólann í Keili. Umræður.
Afgreiðsla: Samþykkt að fulltrúar stjórnar Fíh og sviðsstjóri fagsviðs kanni þetta frekar m.t.t. samstarfs.Fleira ekki gert og fundi slitið 12:25
Næsti fundur stjórnar Fíh er áætlaður þann 28. apríl 2021.
Guðný Birna Guðmundsdóttir ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála