Hjukrun.is-print-version

11. fundur stjórnar Fíh 2020 – 2021

RSSfréttir
28. apríl 2021

miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 09:00-16:00


Mættir: Arndís Jónsdóttir, Gísli Níls Einarsson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Hildur Björk Sigurðardóttir, Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Gunnarsdóttir.
Gestir: Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh, Sigrún Guðmundsdóttir og Fríða Elmarsdóttir, endurskoðendur BDO.

Til afgreiðslu

1. Fundargerð síðasta fundar
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt.

Til kynningar

2. Ársskýrsla Fíh 2020
Fíh hefur tekið ákvörðun um að prenta ekki út ársskýrslu Fíh og verður hún eingöngu gefin út á rafrænu formi. Stjórn tekur heilshugar undir þetta og er í anda sjálfbærni.

Til umræðu

3. Endurskoðun ársins 2020
Fjármálastjóri Fíh fer yfir ársreikning 2020 með stjórn.
Ljóst er að rekstur félagsins var minni en gert var ráð fyrir vegna áhrifa heimsfaraldurs og ekki var hægt að halda þá viðburði sem fyrirhugaðir voru á árinu.
Fíh er félag sem stendur mjög vel og ber ársreikningur ársins 2020 þess merki. Hagnaður á rekstri félagsins var 211 milljónir, eignir félagsins voru 1.406 milljónir, bókfært eigið fé var 1.047 milljónir og skuldir 359 milljónir.
Endurskoðendur BDO fara yfir ársreikning og niðurstöðu endurskoðunar. Endurskoðendur eru sammála um að ársreikningurinn gefi félaginu góða raun og að ekkert markvert hafi fundist við endurskoðun ársreikningsins. Umræður.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir ársreikning Fíh fyrir árið 2020.

4. Lagabreytingar
Stjórn Fíh hefur unnið ötullega að yfirferð laga félagsins og fer yfir tillögur að breytingum á lögunum. Einnig er tekin fyrir ein tillaga að lagabreytingu sem barst stjórn. Umræður.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir breytingar á lögum félagsins sem kynntar verða á aðalfundi en aðsend lagabreyting er ekki samþykkt þar sem hún barst of seint inn miðað við lög félagsins.

5. Aðalfundur Fíh 12. maí 2021
Aðalfundur Fíh hefst klukkan 17:00 þann 12. maí næstkomandi. Hann verður haldinn á Grand hótel þar sem félagið verður með tvo aðskilda sali fyrir fundinn og sóttvarnareglna verður gætt í hvívetna. Fíh hvetur félagsmenn að mæta á fundinn.

6. Drög að stefnu Fíh til ársins 2021
Unnið hefur verið að endurskoðun stefnu félagsins til ársins 2030. Stjórn fer yfir drögin. Umræður.
Afgreiðsla: Stjórn mun halda áfram yfirferð á næsta stjórnarfundi.

7. Áherslur í starfi stjórnar fyrir starfsárið 2021-2022
Málinu frestað til næsta stjórnarfundar.

Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum.

Næsti stjórnarfundur verður mánudaginn 3. maí 2021.
Fleira ekki gert og fundi slitið 16:10.
Næsti fundur stjórnar Fíh er áætlaður þann 3. maí 2021.
Guðný Birna Guðmundsdóttir ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála