Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar 2021: Stytting vinnuvikunnar

RSSfréttir
26. maí 2021

Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þann 26. maí 2021 var styttingu vinnuvikunnar fagnað, sem tók gildi 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki og 1. maí hjá vaktavinnufólki. Þar sem stór hluti hjúkrunarfræðinga er í vaktavinnu er stigið stórt skref að 100% vaktavinna jafngildi 80% viðveru hjúkrunarfræðinga með þunga vaktabyrði. Breytingarnar eiga að leiða til aukinna lífsgæða til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum vaktavinnu á heilsu og öryggi og auðvelda starfsfólki þannig að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Þetta er stórt framfaraskref í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar nýti þetta tækifæri sem best og leggist á eitt við að tryggja sem best ávinninginn af styttingu vinnuvikunnar.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála