Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar 2021: Mönnun hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
26. maí 2021

Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þann 26. maí 2021 var lýst yfir miklum áhyggjum af niðurstöðu skýrslu um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila á vegum heilbrigðisráðuneytisins.

Það er óásættanlegt að mönnun hjúkrunarfræðinga sé ennþá langt undir lágmarks viðmiði Embættis landlæknis um hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarfjölda starfsfólks er starfa við umönnun aldraðra og enn fjær því að ná æskilegu viðmiði embættisins, skv. nýútkominni skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila. Slík staða ógnar verulega gæðum og öryggi öldrunarþjónustunnar.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja lágmarks mönnun hjúkrunarfræðinga til að hægt verði að veita árangursríka og góða þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Til þess þarf að bregðast við rekstrarhalla hjúkrunarheimilanna með nægjanlegu fjármagni þannig að hægt verði að veita örugga og góða þjónustu til framtíðar.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála