Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Hjartaþing í Reykjavík

Fagdeild Hjartahjúkrunarfræðinga vekur athygli á Nordic-Baltic Congress of Cardiology (NBCC) sem haldið verður í Hörpu dagana 8. til 10. júní 2023. Frambærilegt fagfólk í hjúkrun verður með erindi á þinginu.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir heilbrigðisstéttir sem sinna sjúklingum með hjartasjúkdóma og aðra lífstílssjúkdóma.

Hjúkrunardagskráin samanstendur af áhugaverðum erindum um mat á árangri þjónustu, brjóstverkjamóttökur, áhættuþætti, forvarnir, nýja nálgun, rafræna þjónustu o.fl.

Lykilfyrirlesarar

Dr. Jeroen Hendriks RN, MSc, PhD sem er vel þekktur fyrir rannsóknir sínar og þróun hjúkrunarþjónustu og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt til hjartahjúkrunar.
Shirley Ingram, RANP, RGN, MSc, hefur verið brautryðjandi í þróun brjóstverkjamóttaka í Dublin og hlaut hún nýlega viðurkenningu fyrir forystu sína í þróun brjóstverkjamóttöku utan spítala.

Auk íslenskra fyrirlesara eigum við von á gestafyrirlesurum frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi og Ástralíu.

Fagdeild hjartahjúkrunarfræðing hvetur alla hjúkrunarfræðinga og aðra þá sem sinna sjúklingum með hjartasjúkdóma til að taka þátt í þessari spennandi ráðstefnu.