Fara á efnissvæði
Námskeið

Námskeið í NADA nálastungum í eyru

Boðið verður upp á 4 daga kennslu í NADA nálastungum. English below.

Dagsetning

4.-7. október

Tími

10:00-16:00

Boðið verður upp á 4 daga kennslu í NADA nálastungum.

Meðal efnis er:

• Uppruni NADA aðferðarfræðinnar

• Stuttlega um kenningar í hefðbundnum kínverskum lækningum og nálastungufræðum

• Hvernig tengja má NADA nálastungur við vandamál nútímans og þitt heilbrigðissvið

• Heilsa og öryggi – yfirferð á heilbrigðis- og öryggisreglum, krosssmiti og meðhöndlun skjólstæðinga

• Nálatækni – verklegar lotur undir nánu eftirliti viðurkenndra NADA þjálfara

• Staðsetning punkta

• Skráning meðferða

• Hvernig best er að setja upp meðferðarrýmið

• Rannsóknarniðurstöður

• Hvar hægt er að nálgast áhöld fyrir nálastungur og tryggingar

Kennarar: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir RN.MSc. og Rachel Peckham MSc.LicAc.MAAC, nálastungulæknir.

Verð: 75.000 kr. (Afsláttur er veittur starfsfólki á geðsviði LSH)

Vottun: Þau sem standast hæfnikröfur námskeiðsins munu öðlast alþjóðlega viðurkennda vottun.

Árlegt endurmat: Til að viðhalda vottuninni þarf að gangast undir árlegt endurmat til að tryggja að öllum stöðlum sé fylgt. Kostnaður við endurnýjun er uþb. 20.000 kr. og er þar innifalið árlegt skráningargjald og vottun iðkanda.

Nada GB er alþjóðlega viðurkennd þjálfunarstofnun, með viðurkennda vottun. Nada-meðferðir eru notaðar með góðum árangri t.d. á stofnunum sem vinna með vímuefna- og áfengisfíkn og geðdeildum, og sem óhefðbundin meðferð án lyfja samhliða öðrum hefðbundnum meðferðum. Nánari upplýsingar má lesa á www.nada.gb.com.

Upplýsingar og skráning fer fram á netfanginu hmb@simnet.is eða með því að hringja í Hólmfríði Margréti Bjarnadóttur í síma 893 7314. Greiðsla jafngildir skráningu. Hægt er að sækja um styrk hjá starfsmenntunarsjóði Fíh.

Staðsetning: Salur Fíh, Suðurlandsbraut 22.

English

Day: October 4-7 2023 from 10 AM – 4 PM

Date

4th - 7th October

Time

10am to 4pm

This is a 4-day practical training in the NADA ear acupuncture protocol, covering:

· Origins of the NADA protocol

· Brief theory of Traditional Chinese Medicine

· How the NADA treatment relates to modern issues and your sector of healthcare

· Health & Safety - significant time is spent during the course training in health & safety protocols, cross-contamination, and client handling etc.

· Needling techniques - practical sessions are all closely supervised by a NADA GB trainer

· Point location

· Client record keeping

· How to set up the clinic space

· Research findings

· Where to get acupuncture supplies and insurance

Teachers: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir RN.MSc. and Rachel Peckham MSc.LicAc.MAAC, Acupuncturist.

Fees: 75,000 ISK per person (Discount for nurses working at LSH psyciatric wards).
Accreditation: Practitioners will gain an internationally recognised certification.

Annual assessment: All practitioners must undergo an annual assessment to ensure that the highest standards in practice are maintained. The cost is 17,000 ISK including Annual Registration and certification.

Nada GB is an internationally recognised training body, with internationally recognised certification. Nada programmes are being used successfully in many different drug and alcohol settings/mental health centres, as an alternative drug free treatment working in conjunction with existing treatment programmes. For info see www.nada.gb.com

For more information and registration email hmb@simnet.is or call Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, tel: +354 893 7314. Payment equals registration. You can apply for reimbursement from Fíh's vocational training fund.

Location: Fíh, Suðurlandsbraut 22.

Kennarar / Teachers

Rachel Peckham MSc.LicAc.MAAC. Acupuncture thereapist.

Since qualifying in 1994, I have run a general acupuncture clinic working with people who have had a broad range of ailments. This has given me experience in many different areas of health problems. I have worked in various NHS trials involving the use of acupuncture in cancer care and treatment. I have given lectures for various acupuncture colleges and regularly deliver seminars on auricular acupuncture used in the treatment of addiction and general mental health. I am a Director and Trainer for NADA GB. We train healthcare staff in auricular acupuncture to help people with mental health wellbeing.

During recent years, I have been working with World Medicine, an acupuncture charity that sends volunteer acupuncturists to provide acupuncture treatment for people in countries that have experienced catastrophic situations and/or poverty. During a recent trip to India, I trained hospital staff in a small village in Gujarat to provide an auricular treatment to aid pain management for the local people.

Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir RN.MSc.

Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur RN 1984, M.sc. Meistarapróf í heilbrigðisvísindum 2009. Svæða- og viðbragðsmeðferð 1994, NADA nálastungur í eyru 2017 og NADA GB Trainer 2023. Hólmfríður Margrét starfar nú á geðsviði Landspítalans, er málastjóri í geðrofsteymi og sinnir Nada nálastungum í eyru, hópmeðferð á 3 deildum spítalans. NADA meðferðin hefur gagnast mörgum og er einstaklega vel sókt af skjólstæðingum. NADA aðferðin er notuð til að meðhöndla ýmis einkenni geðrænna vandamála s.s. við kvíða, fíkn, streitu, svefnvanda og þunglyndi.