Fara á efnissvæði
Námskeið

Núvituð samkennd í eigin garð, mættu þér af góðvild í stað sjálfsgagnrýni

Átta vikna námskeið á fimmtudögum frá 11. janúar til 29. febrúar 2024.

Fagdeild um samþættar meðferðir í hjúkrun hefur gert samning við Núvitundarsetrið um að halda námskeiðið Núvitaða samkennd í eigin garð.

Námskeiðið felur í sér færniþjálfun í að mæta sjálfum sér á erfiðum augnablikum með mildi, umhyggju og skilningi. Það er í umsjón Guðbjargar Daníelsdóttur sálfræðings og byggir á gagnreyndum aðferðum Dr. Kristin Neff og Dr. Christopher Germer.

Námskeiðið er í 8 vikur á fimmtudögum kl. 16:30-19:30, það hefst 11. janúar og stendur til 29. febrúar 2024. Að auki er hálfur þögull æfingadagur innifalinn, dagsetning auglýst síðar.

Kennsla verður í Borgartúni 20, á 3. hæð í Núvitundarsetrinu.

Samningar náðust um mjög gott verð, 60 þúsund krónur á mann, miðað við 16 þátttakendur. Venjulegt gjald hjá Núvitundarsetrinu eru 105 þúsund krónur.

Námskeiðið verður einungis haldið ef 16 þátttakendur hafa skráð sig fyrir mánudaginn 11. desember. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér:

https://www.nuvitundarsetrid.is/copy-of-nuvitund-og-samkennd-i-eigi

Skráning fer fram á vidbot18@gmail.com

Skráning er ekki fullgild fyrr en greiðsla hefur borist, greitt er inn á reikning Fagdeildar um samþættar meðferðir,

Reikningsnúmer er 528-14-405721, kennitala 671010 1590

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í kennaranám í núvitaðri samkennd í eigin garð þá er þetta námskeið grunn- og skyldunámskeið. Sjá nánar:

https://centerformsc.org/mindful-self-compassion-teacher-training/