Fara á efnissvæði
Námskeið

Sár og sárameðferð 10. - 11. október

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga 10. - 11. október 2024.

Dagsetning

10.-11. október

Tími

08:30-15:30 báða dagana

Leiðbeinandi

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár

Verð

35.000 kr., greiðsla fullgildir skráningu

Staðsetning

Salur, Engjateigur 9, 105 Reykjavík

Hjúkrun sjúklinga með sár er viðfangsefni sem flestir ef ekki allir hjúkrunarfræðingar þurfa einhvern tímann að sinna. Sárin eru margvísleg og meðferð þeirra sömuleiðis. Tilraun til að fá sár til að gróa hefst með því að greina orsök þeirra og þá þætti sem tafið geta sárgræðslu, því þá aðeins verður sárameðferðin markviss og árangursrík.

Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti sárgræðslu, þætti sem hafa áhrif á sárgræðslu, heildrænt mat á sárum, hreinsun sára og val á umbúðum. Fjallað verður um ólíkar sárgerðir en sérstök áhersla verður lögð á greiningu og meðferð fóta- og fótleggjasára.

Morgunhressing er innifalin á námskeiðinu, hádeginu sjá þátttakendur um sig sjálfir.