Lærðu slökun til að hvílast og auka orkuna í daglegu lífi. Lærðu að nota slökun til að draga úr vanlíðan ásamt því að geta leitt aðra í slökun. Með þjálfun öðlast þú færni til að veita öðrum einstaklingi einfalda slökun til að auka vellíðan, hjálpa við að sofna og róa einstaklinga í uppnámi.
Kenndar verða ýmsar slökunaraðferðir; vöðvaslökun, skyndislökun, hvíldarþjálfun, róandi öndun og sjónsköpun. Ætlast er til 100% mætingar og að þátttakendur æfi sig milli tíma.
- Dagsetningar
Þriðjudagana 3., 10. og 17. október
- Tími
17:00 - 19:00
- Staðsetning
Salur Fíh, Suðurlandsbraut 22
- Verð
10.500 kr.
- Skráningarfrestur
26. september
Leiðbeinandi er Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur. Lilja hefur gefið út tvo slökunardiska, Innra með þér og Þegar hugsanir trufla svefn. Hlusta má á diskana á Spotify.