Fara á efnissvæði
Námskeið

Slökun í daglegu lífi og starfi

3., 10. og 17. október, Suðurlandsbraut 22

Lærðu slökun til að hvílast og auka orkuna í daglegu lífi. Lærðu að nota slökun til að draga úr vanlíðan ásamt því að geta leitt aðra í slökun. Með þjálfun öðlast þú færni til að veita öðrum einstaklingi einfalda slökun til að auka vellíðan, hjálpa við að sofna og róa einstaklinga í uppnámi.

Kenndar verða ýmsar slökunaraðferðir; vöðvaslökun, skyndislökun, hvíldarþjálfun, róandi öndun og sjónsköpun. Ætlast er til 100% mætingar og að þátttakendur æfi sig milli tíma.

Dagsetningar

Þriðjudagana 3., 10. og 17. október

Tími

17:00 - 19:00

Staðsetning

Salur Fíh, Suðurlandsbraut 22

Verð

10.500 kr.

Skráningarfrestur

26. september

Leiðbeinandi er Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur. Lilja hefur gefið út tvo slökunardiska, Innra með þér og Þegar hugsanir trufla svefn. Hlusta má á diskana á Spotify.