Fara á efnissvæði
Viðburður

Sumarferð Öldungadeildar

7. júní 2024 í Þjórsárdal. Lagt af stað frá Hótel Kríunesi við Elliðavatn kl. 10:15. Greiðsla jafngildir skráningu

Sælar allar, ágætu hjúkrunarfræðingar.

Þá er komið að sumarferðinni langþráðu, sem farin verður 7. júní. Það hefur verið skemmtilegt verkefni hjá okkur í stjórn Öldungadeildarinnar að skipuleggja þessa ferð og erum við vissar um að vel hafi til tekist!

Tímasett dagskrá fylgir hér á eftir.

Við ætlum að fara á tveimur rútum í Þjórsárdal, þær eru ætlaðar til aksturs utan malbiks og steypu og taka samanlagt 86 farþega.

Við höfum fengið að leggja af stað frá Hótel Kríunesi Við Elliðavatn og leggja rúturnar af stað kl.10.15. Þið sem ekki þekkið Kríunes- kynnið ykkur staðsetninguna fyrirfram því það er öruggara. Þar má geyma bíla yfir daginn, en höfum þá sem fæsta- sameinist í bíla eða fáið einhvern til að skutla ykkur.

Við ökum sem leið liggur í Árnes, og þar er fyrsta stoppið. Næring og spjall í boði. Þá verður ferð haldið áfram í Þjórsárdal, þar sem við skoðum Stöng, fegurðina og nátttúruundrin. Það er alltaf jafn gaman að sækja þessa staði heim og ekki verður það verra í góðra vina hópi. Hver gengur sem hann treystir sér.

Á leiðinni til baka hefur okkur verið boðið að líta inn í gróðrarstöðina Storð í Laugarási. Það fylgir því alltaf góð tilfinning og endurnæring að koma í gróðurhús.

Svo ökum við Lyngdalsheiðina að Þingvallavatni, - sem er nafli alheimsins. Þar verður stoppað og dýrðin barin augum. Sennilega skálað fyrir því. Að svo búnu ökum við Nesjavallaveg til baka og borðum kvöldverð í Kríunesi. Þar verður fjör.

Kostnaði er í hófi haldið og ferðin kostar 18.000kr. Allt er innifalið nema vín og drykkir um kvöldið.

Greiðsla jafngildir skráningu:

Bankanúmer

526 14 120000

Kennitala

691093 2639

Verð

18.000 kr.

Skráð verður á biðlista.

Athugið að greiða þarf fyrir rútuna hvort sem sæti er nýtt eða ekki. Því gildir að þeir, sem hafa pantað og greitt en hætta við, fá ekki endurgreiddan kostnað við rútuna (6.000 kr.), nema hætt sé við fyrir 1. júni.

Hlökkum til samverunnar!

Ásta Möller, Erna Einarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Steinunn Ingvarsdóttir, Unnur Sigtryggsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir

Dagskrá

Kl. 10:15- 11:45 Ekið frá Kríunesi í Árnes

Kl. 11:45-12:45 Hádegismatur í Árnesi. Samlokur, vatn og kaffi

Kl. 12:45-14:45 Ekið að Hjálparfossi, Stöng og Gjánni í Þjórsárdal. Skoðað og gengið um með leiðsögn

14:45- 16:00 Ekið niður Þjórsárdal gegnum Árnes, keyrt að Laugarási með stuttu stoppi í Garðyrkjustöðinni Storð

Kl. 16:00-16:45 Ekið framhjá Skálholti yfir að norðanverðu Þingvallavatni, ekið um Grafninginn og Nesjavallaveg

Kl. 16.45-18.00 Horft yfir Vatnið frá fögrum útsýnisstað, stutt ganga

18:15-18:45 Keyrð Nesjavallaleið frá Þingvöllum að Kríunesi

19:00-21:30 Kvöldverður í Kríunesi

Forréttur: Nauta carpaccio

Aðalréttur: Silungur

Eftirréttur: Súkkulaðikaka