Fara á efnissvæði
Viðburður

Sumarferð Öldungadeildar Fíh

Greiðsla inn á neðangreindan reikning Öldungadeildar jafngildir skráningu. Fullbókað er í ferðina.

Fullbókað er í sumarferð Öldungadeildarinnar 7. júní.

Ekið verður um Suðurland, þar sem alltaf má finna nýja staði að skoða. Í ár verður fremur lítill akstur, en þeim mun meiri tími til að skoða og spjalla.

Áætlunin er eftirfarandi:

Mæting á bílastæði við Húsgagnahöllina kl. 10.45, og lagt af stað kl. 11.00.

Ekið verður á Hvolsvöll og Lava Center skoðað í a.m.k. tveimur hópum með leiðsögn.

Þaðan liggur leiðin í Ömmubæ þar sem Ingibjörg Pálmadóttir er húsráðandi og tekur á móti okkur á pallinum í glaðasólskini! Við hlökkum sannarlega til að njóta gestrisni hennar. Þar snæðum við léttan hádegisverð.

Svo höldum við að Keldum á Rangárvöllum. Þar er búið að gera upp elsta torfbæ landsins og fleiri minjar sem eru í umsjón Þjóðminjasafnsins, en kirkjan er í eigu ábúanda jarðarinnar. Við skoðum staðinn með leiðsögn Drífu Hjartardóttur, bónda.

Eitthvað verður að koma á óvart,- svo hér er gert smáhlé!

Kvöldverð snæðum við svo í Midgard þar sem kollegi okkar, Björg Árnadóttir, tekur á móti okkur og verður gaman að eiga þar góða kvöldstund með óvæntri uppákomu.

Við stefnum svo að því að vera komin til baka á bílastæðið fyrir kl. 22.

Verð er 19.500 kr. Allt er innifalið nema drykkir og vínglös við kvöldverðinn.

Greiðsla inn á reikning Öldungadeildar jafngildir skráningu.

Athugið að greiða þarf fyrir rútuna hvort sem sæti er nýtt eða ekki. Því gildir að þeir, sem hafa pantað og greitt en hætta við, fá ekki endurgreiddan kostnað við rútuna, 6.500 kr., nema tilkynnt sé um ákvörðunina fyrir 1. júní.

Skráningu er lokið.

Stjórn Öldungadeildarinnar hefur skemmt sér við undirbúning þessarar ferðar og hlakkar til að njóta hennar með ykkur sem allra flestum.

Sjáumst þá!

Ásta Möller, Erna Einarsdóttir, Guðbjörg Guðbergsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Steinunn Ingvarsdóttir og Unnur Sigtryggsdóttir.