Fara á efnissvæði
Námskeið

Bjargráðakerfið Björg - Námskeið fyrir fagaðila

Bjargráð ehf. býður upp á námskeið 6.-8. nóvember 2023. Áhugasamir eru hvattir til að forskrá sig en forskráningu lýkur 30. september.

Forskráningu á námskeið Bjargráð ehf. fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu er hafin. Ef næg þátttaka næst mun námskeið verða

haldið 6.-8. nóvember 2023. Áhugasamir eru hvattir til að forskrá sig en forskráningu lýkur 30. september.

Um bjargráðakerfið

Bjargráðakerfið Björg (Skills system) var þróað af Dr. Julie F. Brown (The Emotion Regulation Skills System for Cognitively Challenged Clients: A DBT - Informed Approach, 2015) og byggist á aðferðarfræði díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) sem hefur reynst árangursrík meðferð við alvarlegum geðröskunum. Stór hluti kennsluefni-sins hefur verið þýddur á íslensku (verkefnahefti, handbók fyrir 12 skipta þjálfunarnámskeið, fjarnámskeið á netinu og fleira).

Með aðferðum DAM er einstaklingum kennt að staðfesta og samþykkja hverjir þeir eru, en á sama tíma að aðstoða og leiðbeina þeim að gera hjálpsamlegar breytingar sem stuðla að stöðugra tilfinningalífi (Dimeff og Linehan, 2001). Núvitund er mikilvægur hluti af DAM þar sem einstaklingar læra að beina athygli vísvitandi, öðlast skilning og sátt með líðan og að tileinka sér opinn hug án þess að dæma (Teasdale og Segal, 2014). Áhersla með bjargráðakerfinu er á að draga úr hvatvísi, ná stöðugleika í samböndum við aðra og að auka við sjálfsvirðingu.

Efnið í Bjargráðakerfinu Björgu er sett upp á einfaldan, skýran og myndrænan máta. Á hnitmiðaðan og skýran hátt eru níu bjargráð kennd: Skýr mynd, Hugsun á réttri braut, Athöfn á réttri braut, Öryggisáætlun, Ný ég virkni, Lausnaleit, Að tjá mig, Að ná því rétt og að Að rækta tengsl. Með færniþjálfun er þátttakendum kennt að nota bjargráðin í keðju þar sem eitt bjargráð styður við annað og stuðlar þannig að gagnlegum og hjálpsamlegum viðbrögðum þar sem einstaklingur er sáttur við sína hegðun og kemur í veg fyrir tilfinningalegar krísur og skaðræði gagnvart sjálfum sér og í samböndum við aðra.

Fyrir hverja er Bjargráðakerfið Björg?

Bjargráðakerfið Björg var upphaflega þróað fyrir einstaklinga með vitræna skerðingu en nýtist þó almennu þýði mjög vel þar sem uppsetning er skýr. Bjargráðakerfið Björg er sérstaklega hentugt í vinnu með fullorðnum einstaklingum sem upplifa sterkar og flóknar tilfinningar, og eiga í erfiðleikum með:

  • Að hafa stjórn á hegðun sinni og tilfinningum
  • Að skipuleggja daglegar athafnir, viðburði og tímastjórnun
  • Vinnu, nám og tengsl við aðra
  • Upplifa óstöðugleika í sjálfsímynd
  • Tilfininngavanda líkt og kvíða og þunglyndi
  • Athygli (ADHD)

Þar sem námsefnið er sett upp á einfaldan máta getur það einnig hentað börnum og unglingum, og í Bandaríkjunum hefur Bjargráðakerfið verið notað í starfi með börnum og unglingum en ekki er enn komin reynsla á það á Íslandi. Fyrir ólíka hópa er hægt að aðlaga kennsluefnið að þörfum hvers og eins. Á þjálfunarnámskeiði fá notendur hefti með æfingum og fræðsluefni sem unnið er með í kennslutímum. Á Íslandi hefur Bjargráðakerfið Björg verið notað í einstaklingsog hópavinnu, með einstaklingum með og án þroskaskerðingu.