Hjúkrunarfræði er fag sem er í stöðugri þróun á fræðilegum grunni. Fagdeildir eru félagslegur vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar geta deilt sinni sameiginlegu reynslu, stuðlað að framþróun á sínu sérsviði og aukið þekkingu sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1919. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Á orlofsvefnum er að finna allar nánari upplýsingar um íbúðir og orlofshús sem eru í boði. Sjóðfélögum býðst einnig afsláttur af m.a. gistingu og flugi með kaupum á gjafakortum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar á ári. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar.
Fagmennska og þekking hjúkrunarfræðinga er hjartað í íslensku heilbrigðiskerfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að framgangi hjúkrunar, faglegri þróun og gætir að réttindum og kjörum hjúkrunarfræðinga.
Hér má nálgast allar tilkynningar, pistla, hlaðvörp og gögn útgefin af félaginu.
Frétt
Félagsfundur fór fram 17. nóvember
Félagsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram 17. nóvember. Á fundinum voru umræður um þátttöku félagsins í samstöðufundi um Þjóð gegn þjóðarmorði sem fram fór þann 6. september síðastliðinn.
Frétt
Nýr stofnanasamningur við Heilbrigðisstofnun Austurlands
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Frétt
Ár liðið frá undirritun kjarasamnings við ríkið
Frá undirritun miðlægs kjarasamnings við ríkið hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagt allt kapp á gerð stofnanasamninga.
Frétt
Förum saman í golfferð!
Stjórn orlofssjóðs Fíh hefur sett saman og fengið tilboð í golfferð fyrir hjúkrunarfræðinga til Islantilla á Spáni 28. apríl til 8. maí 2026. Skráning í ferðina er opin til 1. desember 2025. Staðfestingagjald 40.000,- Athugað að sætaframboð er takmarkað - fyrstur kemur fyrstur fær.
Frétt
Staða fulltrúa á skrifstofu laust til umsóknar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf fulltrúa á skrifstofu félagsins frá 1. febrúar 2026. Starfið hentar vel þeim sem hafa góða tölvukunnáttu, eru skipulögð og njóta þess að vinna í samstarfi við aðra. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í 100% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025.
Frétt
Nýr stofnanasamningur við SÁÁ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan stofnanasamning við SÁÁ. Markmið samningsins er að efla hlutverk hjúkrunarfræðinga í meðferð við fíknsjúkdómi.
Frétt
Þing Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga í Dublin
Þing EFN var haldið í Dublin á Írlandi nú í október. Þar var m.a. fjallað um fjárfestingu í hjúkrun til framtíðar og stuðning við hjúkrunarfræðinga á Gaza.
Hlaðvarp
Rapportið - Arna Garðarsdóttir
Gestur Rapportsins er Arna Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Aðild
Sækja um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Hér má nálgast yfirlit yfir viðburði, fundi, námskeið og ráðstefnur.
Við starfslok
Á námskeiðinu verður fjallað um breytingar og félagslega virkni samhliða starfslokum, mikilvægi líkamlegrar þjálfunar, stöðu lífeyrisþega innan félagsins, lífeyrismál og fjármál við starfslok.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í og hefur frumkvæði að umræðu um hjúkrunar og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.