Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Deild sérfræðinga í hjúkrun

Deild sérfræðinga í hjúkrun var stofnuð sumarið 2017. Deildin vinnur að framgangi sérfræðiþekkingar í hjúkrun. Markmið deildarinnar eru meðal annars að taka þátt í stefnumótun varðandi þróun og framkvæmd á lögum og reglum varðandi veitingu og viðhaldi sérfræðileyfa í hjúkrun, að hafa áhrif á lagasetningar varðandi útvíkkað starfsvið sérfræðinga í hjúkrun, að auðvelda aðgengi að sérfræðiráðgjöf í hjúkrun og veita umræðugrundvöll og stuðning við starfandi sérfræðinga í hjúkrun.

Rétt til aðildar hafa allir félagsmenn innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa gilt sérfræðileyfi í hjúkrun á Íslandi. 


Ársskýrsla

  

      

 

Vilt þú veita verðandi sérfræðingi í hjúkrun leiðsögn?

 

Sendu okkur póst á serfraedingar@hjukrun.is með eftirfarandi upplýsingum:

 • Nafn og netfang
 • Starfsstöð
 • Sérsvið

 

 

Gísli Kort Kristófersson
Formaður

Elín Ögmundsdóttir
Varaformaður

Anna María Þórðardóttir
Gjaldkeri

Berglind Chu
Ritari

Margrét Eiríksdóttir
Meðstjórnandi


Nafn deildar
Nafn deildarinnar er Deild sérfræðinga í hjúkrun. Deildin starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimili og varnarþing er í Reykjavík en umdæmið er landið allt. Lög Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru lög deildarinnar.

Hlutverk og markmið
Deild sérfræðinga í hjúkrun vinnur að framgangi sérfræðiþekkingar í hjúkrun. Deildin er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um þau málefni sem krefjast þekkingar og reynslu sérfræðinga í hjúkrun.

Markmið deildarinnar eru:

 • Að taka þátt í stefnumótun varðandi þróun og framkvæmd á lögum og reglum varðandi veitingu og viðhaldi sérfræðileyfa í hjúkrun.

 • Að hafa áhrif á lagasetningar varðandi útvíkkað starfsvið sérfræðinga í hjúkrun.

 • Að vera virkur samstarfsaðili heilbrigðisstofnana í þróun og fjölgun á sérfræðistöðum í hjúkrun á viðkomandi stofnun.

 • Að vera virkur þátttakandi í umræðum í samfélaginu um þverfaglegt samstarf í heilbrigðisþjónustu ásamt eflingu á hlutverki og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í því samhengi.

 • Að vera ráðgefandi fyrir hjúkrunarfræðinga sem leita leiðsagnar sérfræðinga í hjúkrun á sínu sérfræðisviði samkvæmt  reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun.

 • Að vera í virku samstarfi við Háskóla Íslands og háskólann á Akureyri um þróun sérfræðináms í hjúkrunarfræði.

 • Að auðvelda aðgengi að sérfræðiráðgjöf í hjúkrun.

 • Að efla fagmennsku og þróun í hjúkrun.

 • Að efla gæði hjúkrunar og stuðla þannig að að bættum hag skjólstæðinga hjúkrunar.

 • Að veita umræðugrundvöll og stuðning við starfandi sérfræðinga í hjúkrun

Aðild
Rétt til aðildar hafa allir félagsmenn innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (full aðild, fagaðild, lífeyrisaðild) sem hafa gilt sérfræðileyfi í hjúkrun á Íslandi. Almennt er miðað við að félagsmenn hafi háskólamenntun í hjúkrunarfræði, krafa sem fyrst kom fram í reglugerð no. 426/1993 um veitingu sérfræðingsleyfa í hjúkrun. Sá sem óskar eftir aðild þarf að sækja um inngöngu til stjórnar deildarinnar sem ákveður um deildaraðild. Skila þarf afriti af sérfræðileyfi með umsókn um aðild.

Aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum deildarinnar. Aðalfund skal halda árlega að hausti. Stjórn ákveður tíma og fundarstað. Boða skal til aðalfundar rafrænt með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Fundarboði skal fylgja dagskrá og tillögur sem leggja á fyrir fundinn.

Dagskrá aðalfundar:

 • Skýrsla stjórnar

 • Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram

 • Árgjald ákveðið

 • Starfsreglur deildar

 • Reglubreytingar

 • Kosning stjórnar samkvæmt x. Grein

 • Kosning skoðunarmanna reikninga

 • Önnur mál

Einfaldur meirihluti ræður við afgreiðslu mála. Löglega boðaður aðalfundur hefur óskorðaðan rétt til afgreiðslu mála án tillits til þess hve margir fundarmenn eru mættir. Stjórn leggur fram ársskýrslu um starfsemi deildarinnar sem samþykkt hefur verið á aðalfundi, til stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Á aðalfundi er einnig fjallað um tillögur félagsmanna.

Stjórn
Stjórn skal skipuð fimm félögum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnanda. Formaður skal kosinn sérstaklega á til tveggja ára. Árlega skulu kosnir tveir stjórnarmenn. Kjörtímabil er tvö ár og endurkjör er heimilt. Þó skal enginn sitja lengur en sex ár samfellt í hverri stöðu.

Kosning skal vera skrifleg og leynileg ef fleiri en einn félagi býður sig fram til sama embættis. Meirihluti ræður kjöri. Kjöri skal vera þannig háttað að aldrei gangi fleiri en 3 kjörnir stjórnendur úr stjórn hverju sinni. Laus embætti innan stjórnar skal auglýsa með aðalfundarboði. Allir deildarmeðlimir geta boðið sig fram í stjórn og skal framboð tilkynnt stjórn deildarinnar á netfang serfraedingar@hjukrun.is í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.

Reikningar 
Reikningstímabil deildar miðast við aðalfund ár hvert. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn úr röðum félagsmanna. Skoðunarmenn skulu yfirfara reikninga deildarinnar fyrir aðalfund og gera athugasemdir ef ástæða er til.

Slit deildarinnar
Deildina er hægt að leggja niður á aðalfundi deildarinnar. Einnig getur aðalfundur Fíh ákveðið að leggja niður deildina hafi hún ekki skilað ársskýrslu til stjórnar Fíh í samfelld tvö ár. Verði deildin lögð niður skal eignum hennar ráðstafað eftir því sem aðalfundur deildarinnar ákveður í samræmi við markmið hennar.

Gildi starfsreglnanna
Starfsreglur þessar öðlast gildi þegar þær hafa verið samþykktar á sérstaklega boðuðum fundi deildarinnar og af stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála