Fara á efnissvæði

Átak um fjölgun karlmanna í hjúkrun

Uppræta þarf kynbundið náms- og starfsval, frelsa karlmenn undan gömlum staðalímyndum og fordómum og kynna hjúkrun fyrir körlum.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur frá árinu 2016 staðið fyrir átakinu Karlmenn hjúkra.

Markmið átaksins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun, til að gera það þarf að uppræta kynbundið náms- og starfsval, frelsa karlmenn undan gömlum staðalímyndum og fordómum og kynna hjúkrun fyrir körlum. Starf hjúkrunarfræðinga er mjög fjölbreytt og höfðar til allra kynja. Karlmenn sem klára námsár í faginu geta sótt um styrk hjá Fíh fyrir 75.000 króna skráningargjaldi í Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Átakið er nauðsynlegt því rannsóknir sýna að blandaðir vinnustaðir skila bestum árangri og starfsfólki líður betur. Skjólstæðingar hjúkrunarfræðinga eru ólíkir og með ólíkar þarfir, því er mikilvægt er að stétt hjúkrunarfræðinga sé sem fjölbreyttust.

Á Íslandi árið 2023 eru aðeins um 4% hjúkrunarfræðinga karlmenn, hefur það hlutfall hækkað lítillega á síðustu árum. Þetta hlutfall er eitt það lægsta í heiminum. Í ríkjum Evrópu árið 2019 voru að meðaltali 16% hjúkrunarfræðinga karlar, rúmlega 20% á Ítalíu og Ísrael, og rúmlega fjórðungur í Hollandi. Í Bandaríkjunum er hlutfallið rúmlega 12%.

Átakið er einnig liður í að koma í veg fyrir frekari skort á hjúkrunarfræðingum í framtíðinni en þessi sértæka aðgerð hefur ekki áhrif á baráttu félagsins fyrir bættum vinnuaðstæðum og hækkun launakjara alls félagsfólks.

12. maí 2023 var Karladeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnuð. Tilgangur deildarinnar er að er að vinna að samvinnu karlkyns hjúkrunarfræðinga við að auka aðsókn karla í hjúkrunarfræðinám og að fyrirbyggja brottfall þeirra úr hjúkrunarfræðinámi og -stétt.

Spurningar og svör