Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir

 • 10. október 2019

  Samninganefnd Fíh átti í morgun fund með Samninganefnd ríkisins (SNR).

  Samninganefnd Fíh átti í morgun fund með Samninganefnd ríkisins (SNR). Á fundinum lagði SNR fram tillögu að lausn deilunnar sem samninganefnd Fíh mun taka til skoðunar fram að næsta fundi. Næsti fundur milli aðila verður haldinn næstkomandi þriðjudag.

 • 08. október 2019

  Hjúkrunarfræðideild HÍ: Framhaldsnám vor 2020

  Opið fyrir umsóknir til og með 15. október 2019

 • 08. október 2019

  Staða samningaviðræðna Fíh við íslenska ríkið 8. október 2019

  Samninganefnd ríkisins og Fíh munu eiga næsta samningafund næstkomandi fimmtudag 10.október. Áætlað hafði verið að halda samningafund í lok síðustu viku en aðilar voru sammála um að ekki væri ástæða til þess að funda fyrr en ákveðnar upplýsingar myndu liggja fyrir.

 • 07. október 2019

  Metþátttaka á ráðstefnunni HJÚKRUN 2019

  Alls sóttu 450 hjúkrunarfræðingar ráðstefnuna sem var í alla staði mjög vel heppnuð.

 • 04. október 2019

  Forréttindi að vera talsmaður hjúkrunar

  Allt frá því að Marta Jónsdóttir var barn hefur hún elskað spítalalykt og spítalaumhverfi.

 • 04. október 2019

  Umsögn um drög að breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

  Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á núgildandi lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill gera athugasemdir við eftirfarandi breytingar þar sem það telur þær ekki til bóta hvorki fyrir skjólstæðinga né starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar.

  Heilbrigðiskerfið

  Umsagnir

 • 27. september 2019

  Alin upp af frábærum hjúkrunarfræðingum

  Fyrir algjöra tilviljun fékk Sigurveig Gísladóttir sumarvinnu á gamla spítalanum á Seyðisfirði þegar hún var rétt orðin 16 ára gömul.

 • 24. september 2019

  Dagbók Fíh 2020

  Dagbók Fíh fyrir 2020 verður einungis send þeim félagsmönnum sem þess óska.

 • 24. september 2019

  HJÚKRUN 2019

  Skráning á Hjúkrun 2019 opnar miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 17:30-19:00 í Hofi. Á fimmtudaginn 27.09 opnar skráningin kl. 08:00.

 • 24. september 2019

  Staða viðræðna um nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra

  Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) sem fyrirhugaður var í dag (þriðjudaginn 24. september) hefur verið frestað til loka næstu viku að beiðni SNR. Frekari fréttir af gangi samningaviðræðna verða sendar út eftir að næsti fundur hefur verið haldinn.

 • 20. september 2019

  Í draumastarfinu sem vefstjóri Heilsuveru

  Vinnan hefur alltaf verið eitt af áhugamálum Margrétar Héðinsdóttur hjúkrunarfræðings. Hún hefur komið víða við á starfsferli sínum sem hjúkrunarfræðingur, en hún gegnir nú stöðu vefstjóra Heilsuveru sem er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar.

 • 18. september 2019

  Staða viðræðna um nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra

  Í endurskoðaðri viðræðuáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) sem skrifað var undir í júní, kom fram að stefnt yrði að því að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Það gekk ekki eftir og ekki er útlit fyrir að skrifað verði undir nýjan kjarasamning á næstunni.

 • 17. september 2019

  17. september – Alþjóðlegur dagur tileinkaður öryggi sjúklinga

  Í maí síðastliðnum ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að koma á árlegum alþjóðlegum degi sem tileinkaður væri öryggi sjúklinga. Markmið dagsins er að auka vitund fólks um öryggi sjúklinga, hvetja til samstöðu og aðgerða á heimsvísu og fá þannig fólk til að sameinast um að gera heilbrigðiskerfið öruggara en það er í dag.

 • 13. september 2019

  Hjartað slær á Landspítala

  Bylgja Kærnested, deildarstjóri á hjartadeild Landspítala, vissi ekkert hver Florence Nightingale var eða átti einhvern nákominn í hjúkrunarfræði þegar hún hún ákvað að skrá sig í hjúkrun eftir að hafa lokið stúdentsprófi við í Kvennaskólann í Reykjavík.

 • 09. september 2019

  Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS

  Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum. Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.

 • 06. september 2019

  Hjúkrun 2019

  Framtíð, forvarnir og frumkvæði. Getur hjúkrun bjargð heilbrigðiskerfinu?

 • 06. september 2019

  Heillaður af gjörgæsluhjúkrun

  Árni Már Haraldsson byrjaði feril sinn innan heilbrigðisgeirans sem starfsmaður á deild 12 á Kleppi og vann þar meðfram hjúkrunarnáminu í 50% starfi. Eftir verknám á gjörgæslu á þriðja ári í náminu varð ekki aftur snúið, en hann starfar nú sem deildarstjóri á gjörgæslu og vöknun við Hringbraut.

 • 04. september 2019

  Fíh harmar fyrirhugaðar breytingar á starfskjörum hjúkrunarfræðinga á Landspítala

  Í framhaldi af fundi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og forstjóra Landspítala hefur spítalinn ákveðið að fresta tímabundið afnámi vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga.

 • 03. september 2019

  Fyrirlesari HJÚKRUN 2019: Auðbjörg Bjarnadóttir

  Auðbjörg starfar á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri sem er ein af mörgum starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

 • 02. september 2019

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mótmælir skerðingu á kjörum hjúkrunarfræðinga

  Síðastliðinn föstudag fékk Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tilkynningu frá Landspítala um að framkvæmdastjórn spítalans hafi ákveðið að hætta að greiða hjúkrunarfræðingum vaktaálagsauka frá og með 1. september sl.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála