Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Stjórnskipulag Fíh

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og er haldinn í maímánuði ár hvert. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á fundinum, en atkvæðisrétt hafa einungis þeir sem hafa skráð sig með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er auglýstur með minnst 8 vikna fyrirvara.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Hlutverk stjórnar er að móta stefnu og megináherslur félagsins í samræmi við stefnumörkun og ákvarðanir aðalfundar. Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins og starfseminni gagnvart aðalfundi. Stjórn félagsins fundar að jafnaði mánaðarlega.

Deildir félagsins vinna að eflingu og framgangi hjúkrunar innan fagsviðs eða landsvæðis, veita fræðslu um viðfangsefni hjúkrunar og efla fag- og félagsheild. Deildirnar eru stjórn og nefndum félagsins til ráðgjafar.

Fundargögn aðalfundar Fíh 2017

Fundargerð aðalfundar Fíh 2017
Heildarskjal með öllum málaskjölum (3MB)

Félagsmenn með atkvæðisrétt á aðalfundi 2017    

 

Mál 1.0     Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundar 

Mál 2.0     Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári

Mál 3.0.     Ársreikningur 2016 og Skýringar við ársreikning 2016
                 3.1   Ársreikningur Rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga
                 3.2   Ársreikningur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen 
                 3.3   Ársreikningur Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar

Mál 4.0     Ákvörðun stjórnar um félagsgjöld                   

Mál 5.0     Markmiða- og starfsáætlun næsta starfsárs

Mál 6.0     Fjárhagsáætlun félagssjóðs næsta starfsár
                 6.1    Fjárhagsáætlun Orlofssjóðs næsta starfsár
                 6.2    Fjárhagsáætlun Starfsmenntunarsjóðs næsta starfsár
                 6.3    Fjárhagsáætlun Styrktarsjóðs næsta starfsár
                 6.4    Fjárhagsáætlun Vinnudeilusjóðs næsta starfsár
                 6.5    Fjárhagsáætlun Vísindasjóðs næsta starfsár

Mál 7.0    Starfsreglur sjóða og nefnda
                 7.1    Breytingar á starfsreglum fyrir Orlofssjóð Fíh  

Mál 8.0     Formannskjöri lýst og kjör í nefndir og ráð kynnt

Mál 9.0     Önnur mál
                     
9.1    Stofnun nýrra fagdeilda
                     
9.2    Stofnun nýrra landsvæðadeilda
                     9.3    Ályktanir


Anna María Þórðardóttir

Varamaður

annamaria@hjukrun.is

Arndís Jónsdóttir

Varaformaður

arndis@hjukrun.is

Díana Dröfn Heiðarsdóttir

Gjaldkeri

diana@hjukrun.is

Guðbjörg Pálsdóttir

Formaður

gudbjorg@hjukrun.is

Guðrún Yrsa Ómarsdóttir

Varamaður

gudrunyrsa@hjukrun.is

Halla Eiríksdóttir

Meðstjórnandi

halla@hjukrun.is

Helga Bragadóttir

Meðstjórnandi

helgabraga@hjukrun.is

Hildur Björk Sigurðardóttir

Ritari

hildur@hjukrun.is

Þura B. Hreinsdóttir

Meðstjórnandi

thura@hjukrun.is

Stjórnir nefnda


Margrét Tómasdóttir 
Ólöf Árnadóttir
Unnur Þormóðsdóttir formaður
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir - varamaður

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir formaður
Ásta Thoroddsen
Dóróthea Bergs
Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Þorgerður Ragnarsdóttir
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir
Ragnheiður Arnardóttir

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir
Elsa Gunnlaugsdóttir

Harpa Þöll Gísladóttir  formaður
Ólöf Gunnhildur Ólafsdóttir
Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal 

Varamenn:
Hildur Helgadóttir
Jóhanna Valgeirsdóttir

Stjórnir ráða


Aðalheiður D. Matthíasdóttir formaður
Arnrún Halla Arnórsdóttir
Birna Óskarsdóttir
Guðbjörg Hulda Einarsdóttir
Linda Þórisdóttir
Lovísa Baldursdóttir 

Stjórnir sjóða


Aðalheiður D. Matthíasdóttir formaður
Sigrún Barkardóttir
Svanlaug Guðnadóttir

Varamenn:
Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir
Ellen Björnsdóttir 

Helga Harðardóttir formaður
Anna Lísa Baldursdóttir
Guðrún Lovísa Ólafsdóttir
K. Hjördís Leósdóttir
Ólöf Sigurðardóttir

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, formaður, tilnefnd af Fíh
Birgir Björn Sigurjónsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg
Lárus Ögmundsson, tilnefndur af Fjármálaráðuneytinu
Svanhildur Jónsdóttir, tilnefnd af Fíh

Helga Sif Friðjónsdóttir formaður

Brynja Örlygsdóttir
Ingibjörg Hjaltadóttir
Marianne Klinke

Hildur Einarsdóttir formaður
Unnur Þormóðsdóttir
Sigríður Ósk Einarsdóttir

Varamaður: 
Anna Soffía Guðmundsdóttir
Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Herdís Sveinsdóttir
Sigríður Zoéga

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Helga Jónsdóttir
Hrund Sch. Thorsteinsson

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Helga Jónsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Steinunn Sigurðardóttir

Stjórn

 • Úrvinnsla og eftirfylgd Gerðardóms frá 2015 og stofnanasamninga Fíh við samningsaðila
 • Átak í fjölgun starfandi hjúkrunarfræðinga, samstarfsverkefni við aðra hagsmunaaðila
 • Eftirfylgd skýrslu Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa – vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga
 • Efla samráð í ráðum og nefndum um skipulagningu heilbrigðisþjónustu
 • Frekari þróun á starfssviði hjúkrunarfræðinga
 • Unnið að stefnumótun Fíh varðandi:
    o Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga
    o Jafnréttismál
    o Alþjóðlegt samstarf

Fagsvið

Reglubundin verkefni:

 • Fræðsla: Símenntun, námskeið, hjúkrunarþing, málþing, ráðstefna. Formaður starfsmenntunarsjóðs
 • Vísindastarf: Styrkir úr vísindasjóði B-hluta, þátttaka í rannsóknarstarfi og ráðstefnum innan lands og erlendis
 • Stefnumótun: Vinna við stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, umsagnir um frumvörp til laga, þingsályktunartillögur og aðrar stefnumótandi tillögur er lúta að heilbrigðismálum og hjúkrun
 • Alþjóðastarf. Samstarf við erlend félög hjúkrunarfræðinga, SSN, EFN og ICN
 • Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí 2018
 • Kynningar á Fíh, móttaka nýrra hjúkrunarfræðinga

 Sérstök verkefni:

 • Efla samvinnu meðal hjúkrunarfræðinga
 • Ráðstefnan HJÚKRUN 2017 – Fram í sviðsljósið
 • Samstarf fagsviðs og fagdeilda varðandi fagleg málefni
 • Námskeið í samvinnu við hjúkrunarfræðinga og menntastofnanir
 • Samstarf við fagdeild geðhjúkrunarfræðinga um eflingu geðhjúkrunar
 • Jafnréttisstefna Fíh. Þátttaka í verkefni Jafnréttisstofu „Rjúfum hefðirnar“
 • Samstarf við hjúkrunarfræðideild HA um fjölgun karla í hjúkrun
 • Í undirbúningsnefnd fyrir 100 ára afmæli félagsins 2019
 • Þátttaka í starfshópum SSN í starfi EFN og ICN eftir því sem við á
 • Úthlutun rannsóknarstyrkja úr B-hluta Vísindasjóðs 12. maí 2018
 • Úthlutun styrkja til símenntunar úr Starfsmenntunarsjóði og A-hluta Vísindasjóðs
 • Greinaskrif í Tímarit hjúkrunarfræðinga
 • Menntanefnd Fíh og hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ
 • Endurskoðun reglna sjóða félagsins

Kjara- og réttindasvið

Reglubundin verkefni

 • Vinna við miðlæga kjarasamninga
 • Vinna við endurskoðun stofnanasamninga
 • Standa vörð um réttindi og kjör hjúkrunarfræðinga
 • Fylgjast með launaþróun félagsmanna hjá helstu viðsemjendum
 • Fylgjast með launaþróun viðmiðunarstétta
 • Standa vörð um lífeyrisréttindi félagsmanna
 • Upplýsa félagsmenn um kjaramál, réttindi og skyldur
 • Alþjóðlegt samstarf vegna kjaramála

Sérstök verkefni

 • Eftirfylgd á skýrslunni „Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga“
 • Ítarlegri upplýsingagjöf til félagsmanna um laun á helstu stofnunum sem hjúkrunarfræðingar vinna á
 • Fræðsla til félagsmanna tengt breytingum á LSR A-deild og sameiningu Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og LSR B-deild
 • Vinna við gerð framgangsmats á heilbrigðisstofnunum í samræmi við bókun 3 í dómssátt fyrir Gerðardómi 2015
 • Sameiginlegur stofnanasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónusta eða einstakar stofnanir samtakanna
 • Endurnýjun stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum hins opinbera
 • Vinna í tengslum við bókanir Gerðardóms
 • Endurskoðun og efling trúnaðarmannakerfisins í samvinnu við heilbrigðisstofnanir
 • Greinaskrif í Tímarit hjúkrunarfræðinga og fjölmiðla

Fulltrúi nema og nýbrautskráðra

 • Námskeið fyrir nýbrautskráða í september/október 2017.
 • Móttaka nýrra félagsmanna Fíh
 • Kynna félagið fyrir hjúkrunarnemum í HÍ og HA með áherslu á 2. og 3. námsár
 • Efla samstarf við og milli nemendafélaga beggja háskólanna og styðja þau í erlendu samstarfi við önnur nemendafélög
 • Fjölga hjúkrunarnemum innan Fíh
 • Samvinna við ritstjóra tímarits vegna skrifa hjúkrunarfræðinema og nýbrautskráðra í Tímarit hjúkrunarfræðinga

Fjármál

 • Ber ábyrgð á fjármálum Fíh og sér um daglegan rekstur félagsins
 • Unnið að útgáfu ársskýrslu Fíh í fyrsta sinn í tengslum við aðalfund félagsins í maí 2018
 • Endurskoðun á uppbyggingu tölvukerfa Fíh, með tilliti til þess að bæta vinnuhraða og nýta nýja tæknimöguleika til að koma til móts við þarfir starfsfólks
 • Áframhaldandi vinna við að setja upp og endurskoða verkferla fjármálasviðs sem og sjóða félagsins
 • Kortlagning eftirlitsaðgerða og áhættumat yfirfarið
 • Samningar við þjónustuaðila yfirfarnir reglulega með hagsmuni félagsins og félagsmanna að leiðarljósi, líkt og undanfarin ár
 • Efla enn frekar innra eftirlit og auka skilvirkni, í samráði við endurskoðendur félagsins
 • Áfram verður unnið að aukinni skilvirkni í fjárhagsáætlanagerð og endurskoðað með hvaða hætti upplýsingum um stöðu fjármála sé best komið á framfæri
 • Áframhaldandi eftirlit með fjárfestingum félagsins. Reglubundin yfirferð á fjárfestingar-kostum með það í huga að leita bestu og hagkvæmustu fjárfestingarkosta fyrir sjóði félagsins, að teknu tilliti til áhættu

Þjónusta skrifstofu

 • Vinna að þjónustukönnun Fíh
 • Vinna að auglýsingaöflun fyrir tímarit hjúkrunarfræðinga
 • Vinna að verkefnum stjórnar, sjóða og formanns eftir því sem við á

Tímarit hjúkrunarfræðinga

 Föst verkefni:

 • Gefa út tvö prentuð tölublöð og eitt rafrænt aukablað sem verður tengt ákveðnu þema, til að mynda HJÚKRUN 2017
 • Uppfærsla og miðlun efnis á vefriti Tímarits hjúkrunarfræðinga. Þar verður regluleg uppfærsla á efni og einnig verða greinar úr tímaritinu birtar þar. Stefnt er að vikulegri uppfærslu
 • Miðla efni á samskiptamiðlum s.s. Facebook og Instagram. Samskiptamiðlar verða notaðir til að kynna nýtt efni sem sett verður á vefrit Tímarits hjúkrunarfræðinga
 • Samstarf og samráð við evrópskra ritstjóra hjúkrunartímarita (EEN: European Editors Network)

Sérstök verkefni:

 • Hönnun og útfærsla á vefriti Tímarits hjúkrunarfræðinga
 • Útbúa leitarflokka og tög fyrir vefrit
 • Koma á fót samstarfsvettvangi ritstjóra fagtímarita á Íslandi.
 • Skráning tímaritsins í miðlæg gagnasöfn um útgefin fræðirit.
 • Áframhaldandi vinna við að færa Tímarit hjúkrunarfræðinga á www.timarit.is
 • Ritstjórn 100 ára afmælisrits Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
 • Lestrar- og notendakönnun
 • Unnið að útgáfu ársskýrslu Fíh í tengslum við aðalfund félagsins í maí 2018
 • Námskeiðahald um skrif og framsetningu efnis í samstarfi við Menntadeild Landspítala.
 • Í samvinnu við vefstjóra: áframhaldandi ímyndarvinna sbr. Karlmenn hjúkra, en nú í breiðara samhengi til að sýna fjölbreytileika starfsins. Vinnuheiti: ....og konur líka!
 • Eftirfylgd á skýrslunni „Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga“. 

Vef- og verkefnastjórn

Föst verkefni:

 • Grafísk hönnun vegna auglýsinga, kynningaefnis og útgáfu á vegum félagsins
 • Daglegur rekstur, innsetning efnis og eftirlit með vefsíðu Fíh
 • Daglegur rekstur og eftirlit með Mínum síðum
 • Uppsetning og yfirumsjón rafrænna kosninga og kannana Fíh
 • Umsjón með facebook síðu félagsins
 • Umsjón með tölvu- og tæknimálum félagsins
 • Yfirumsjón verkefnavefs Fíh

Sérstök verkefni:

 • Grisjun vefsvæðis í samræmi við niðurstöðutölur ársmælinga
 • Áframhaldandi vinna við endurhönnun og gerð vefsvæðis Fíh, m.a. yfirferð alls efnis, myndataka fyrir nýjan vef, endurgerð fréttabréfs
 • Áframhaldandi viðbætur á Mínum síðum
 • HJÚKRUN 2017. Grafísk vinna og allt sem að vefsvæði kemur
 • Aðalfundur 2018: Grafísk vinna og allt sem að vefsvæði kemur
 • Endurskoðun kerfismála skrifstofu
 • Unnið að útgáfu ársskýrslu Fíh í tengslum við aðalfund félagsins í maí 2018
 • Í samvinnu við ritstjóra: áframhaldandi ímyndarvinna sbr. Karlmenn hjúkra, en nú í breiðara samhengi til að sýna fjölbreytileika starfsins. Vinnuheiti: ....og konur líka!

Gildi

Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru Ábyrgð, Áræði og Árangur. 

Ábyrgðin felur í sér að nýta þekkingu og færni með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi og í samræmi við siðareglur, lög og reglugerðir. Áræðið stendur fyrir framsækni og forystu í baráttu fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu, ásættanlegum kjörum og heilsueflingu. Árangurinn byggir á að félagsmenn nái settum markmiðum um fagmennsku, kjör, og samfélagslegt hlutverk.

Félagið

Félagið er samtök hjúkrunarfræðinga þar sem hjúkrunarfræðingar vinna saman að þróun hjúkrunar, heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu. Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og árangur félagsins byggir á virkri þáttöku þeirra. Félagið er hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga og stendur vörð um réttindi, skyldur og kjör hjúkrunarfræðinga.

Sýn

Félagið vinnur að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu með eflingu hjúkrunar, hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga ásamt því að vinna að aukinni þátttöku þeirra í þróun og stefnumótun á hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu.

Stefna félagsins

Stefna félagsins

Hjúkrunar- og heilbrigðismál

Hjúkrunar- og heilbrigðismál

Sykepleiernes samarbeide i Norden

Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) er svæðisbundin samvinna stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum sex. Ísland hefur verið aðili að samtökunum frá 1923.

Hlutverk SSN er meðal annars að beina athygli sinni að þróun og eiga frumkvæði í málum sem hafa áhrif á hjúkrunarfræðinga og hjúkrun á norðurlöndum.

Samvinnan á að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar á Norðurlöndum. Til að styrkja þessa þróun á SSN að eiga samvinnu við og hugsanlega sækja um aðild að viðeigandi norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum. Opinbert tungumál SSN eru skandinavísku tungumálin, sænska, danska og norska, með möguleika á að nota ensku, bæði munnlega og skriflega.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur virkan þátt í starfi SSN. Formenn aðildarsamtakanna mynda stjórn samtakanna. Fulltrúi Fíh í stjórn SSN er Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh.

  

The European Federation of Nurses Associations

The European Federation of Nurses Associations (EFN)eða Evrópusamtök hjúkrunarfélaga er ráðgefandi vettvangur hjúkrunarfræðinga gagnvart ESB. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerðist aðili að þeim í mars 1998.

Með aðild að EFN gefst félaginu möguleiki á að fylgjast með og hafa áhrif á stefnu ESB um hjúkrunarmál í framtíðinni, en stefna ESB í þeim málefnum sem og öðrum hefur bein áhrif á Íslandi vegna EES samningsins. Fundir samtakanna eru haldnir tvisvar á ári.

 

 

ICN - The International Counsil of Nurses

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) eru samtök hjúkrunarfélaga í rúmlega 120 löndum. Ráðið var stofnað árið 1899 og eru elstu og víðfeðmustu samtök heilbrigðisstétta í heiminum. Hjúkrunarfræðingar stýra ráðinu og markmið þess er að tryggja: góða hjúkrun fyrir alla, vinna að skýrri stefnumótun í heilbrigðismálum um heim allan, framfarir í hjúkrunarþekkingu og auka virðingu hjúkrunar um víða veröld. Jafnframt vinnur ráðið að því að ávallt séu hæfir og ánægðir hjúkrunarfræðingar við störf.

Siðareglur Alþjóðaráðsins liggja til grundvallar starfsemi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Staðlar ráðsins, leiðbeiningar og stefnumörkun varðandi hjúkrunarmálefni, menntun, stjórnun, rannsóknir og þjóðfélagsmál eru viðurkenndir á alþjóðavísu.

Alþjóðaráðið hefur sett sér þrjú aðalmarkmið og fimm leiðbeinandi megin gildi

Markmið:
að auka einingu hjúkrunar um allan heim
að stuðla að alþjóðlegum framförum hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar
að hafa áhrif á heilbrigðis-, félags-, efnahags- og menntastefnu

Megin gildi:
1. Forysta byggð á hugsjón
2. Nýsköpun
3. Samstaða
4. Ábyrgð
5. Félagslegt réttlæti

Höfuðstöðvar Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga eru í Genf í Sviss. Nánari upplýsingar um málefni Alþjóðaráðsins eru á vefsíðu þess.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?