Fara á efnissvæði
Frétt

Nýr orlofsvefur

Nýr og endurbættur orlofsvefur Fíh fór í loftið fimmtudaginn 14. mars 2024.

Orlofsvefurinn er unninn í samstarfi Orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Austurnet, hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í orlofslausnum. Nýtt bakendaferli einfaldar bókanir á orlofshúsum, afpantanir og kaup á niðurgreiddum gjafabréfum.

Samhliða umbótum á viðmóti voru gerðar endurbætur á útliti og ásýnd. Útlit vefsins er byggt á hönnun Hugsmiðjunnar og Fíh fyrir ytri vefinn. Auðvelt er að nálgast orlofsvefinn með því að smella á húsið efst í hægra horninu á hjukrun.is.

Forgangsopnun fyrir sumarið hefst í næstu viku, opnað verður fyrir almennar bókanir þriðjudaginn 2. apríl. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að skoða nýja orlofsvefinn til að auðvelda bókanir fyrir sumarið. Orlofsvefurinn verður stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta og hafa ekki leigt síðastliðinn 2 ár í júní, júlí og ágúst geta bókað á eftirfarandi dögum:

Frá þriðjudeginum 19. mars kl.10:00- 112 punkta og fleiri og hafa ekki leigt s.l. 2 ár, geta bókað og greitt.

Frá miðvikudeginum 20. mars kl.10:00 - 82 punkta og fleiri og hafa ekki leigt s.l. 2 ár, geta bókað og greitt.

Frá fimmtudeginum 21. mars kl.10:00 - 15 punkta og fleiri og hafa ekki leigt s.l. 2 ár, geta bókað og greitt.

Athugið að flökkuíbúðir eru utan við þessa opnun því þær fylgja áfram opnun 1. og 15. hvers mánaðar fyrir þá félagsmenn sem eiga lögheimili utan þess sveitarfélags sem við á. Íbúðirnar eru Furulundur á Akureyri, Sóltún og Klapparstígur í Reykjavík.