Fara á efnissvæði
Hlaðvarp

Rapportið - Berglind Guðrún Chu

Gestur Rapportsins er Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma.

„Við þurfum fleiri sérfræðinga í hjúkrun. Þetta er framtíðarmál,“ segir hún. „Nú erum við að fara í nýjan spítala, þá er ég að tala til Landspítalafólks, þar verður mikið meira um almennar lyflækningar og þá þurfum við að gæta að sérfræðiþekkingu hjúkrunarfræðinga. Það þarf þekking að vera til staðar sem getur farið til sjúklingsins þar sem hann er staddur. Það gerum við sem sérfræðingar í hjúkrun, við veitum konsúlt og veitum fræðslu.“

Umræðan snýr mikið til að því að hvað fólk græðir á því, til þess þarf að fá meistaranám betur metið til launa. „Ef að allir starfa við almennar lyflækningar, hvað verður þá um dýpri þekkingu? Þessa sérhæfðu þekkingu til þess að sinna skjólstæðingnum af bestu gæðum og hægt er. Með tilliti nýrrar þekkingar og rannsókna. Það er bara svo skemmtilegt að vera sérfræðingur, að vera í hjúkrun er fjölbreytt en að vera sérfræðingur í hjúkrun er enn fjölbreyttara. Ég er að sinna öðrum verðandi sérfræðingum, ég er að sinna fólki í starfsþróun, ég er að gera gæðaskjöl, sjúklingafræðslu í tengslum við mitt sérsvið. Maður er í nefndum og ráðum við að efla fagþekkingu og þróun í hjúkrun. Allt þetta er svo skemmtilegt, það gefur svo mikið. Við verðum að halda utan um sérfræðiþekkinguna í hjúkrun.“

Skilaboð Berglindar til ungra hjúkrunarfræðinga eru einföld. „Skoðaðu allt sem þig langar að skoða en finndu svo eitthvað sem þér finnst skemmtilegast að gera.“